Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jón Gíslason, bóndi á Stóra-Búrfelli í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu, við um tólf fermetra stóra holu sem myndaðist þegar stykki úr mýri lyftist í heilu lagi. Snyddan, sem lyftist upp á bakkann við hliðina á án þess að hvolfast, er að sögn Jóns
Jón Gíslason, bóndi á Stóra-Búrfelli í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu, við um tólf fermetra stóra holu sem myndaðist þegar stykki úr mýri lyftist í heilu lagi. Snyddan, sem lyftist upp á bakkann við hliðina á án þess að hvolfast, er að sögn Jóns
Mynd / Aðsent
Fréttir 11. ágúst 2020

Land lyftist í Húnaþingi

Höfundur: Vilmundur Hansen
Jón Gíslason, bóndi á Stóra-Búrfelli í Húnaþingi, segist aldrei hafa séð nokkuð þessu líkt áður. „Það er ekki að sjá annað en að um 12 fermetra stór flötur hafi hreinlega rifnað og lyfst í heilu lagi og dottið aftur niður við hliðina á.“
 
Að sögn Jóns áttar hann sig ekki á hvernig svona lagað gerist og hann langi til að vita það. „Ég reið fram á þetta fyrir nokkrum dögum í mjög blautri mómýri þar sem við erum að rækta ösp. Eins og sjá má á myndunum er holan meðfram rafmagnsgirðingu í landinu og það fyrsta sem mér datt í hug að þetta væru ummerki eftir eldingu.“
 
Stór hola myndaðist þar sem snyddan var og fylltist hún fljótt af vatni. Landið sem um ræðir er blaut mómýri.
 
Mörg tonn að þyngd
 
Jón segir að mýrin sé þétt í sér og að það þurfi beitta og góða skóflu til að stinga torf í henni. „Stykkið sem um ræðir er um sex sinnum tveir metrar og að 40 sentímetrum að þykkt og því nokkuð stórt og það fer í heilu lagi og upp á bakkann við hliðina á og leggst þar án þess að hvolfast. Auk þess sem jaðrarnir eru eins og vel skornir en ekki rifnir. Flöturinn sem er í einu lagi er örugglega nokkur tonn á þyngd enda jarðvegurinn í honum blautur og þungur.“
 
Nokkra metra frá holunni er moldarhrúga og segir Jón að það sé eins og hún hafi spýst frá holunni um leið og flöturinn lyftist og því ekki óhugsandi að einhvers konar sprenging hafi átt sér stað. 
 
Mögulegar ástæður
 
Bændablaðið hafði samband við tvo jarðvegsfræðinga, Ólaf Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, og Pál Kolka hjá Vegagerðinni og spurði þá hver hugsanleg skýring á fyrirbærinu gæti verið. Tekið skal fram að þeir hafa einungis séð fyrirbærið á myndum. 
 
Ólafur segir að erfitt sé átta sig á hvað hér sé um að ræða af myndum. Það sé eins og jarðvegsmassinn hafi dregist saman, sem getur gerst ef hluti hans þornar. „Þó er afar líklegt að frost og þíða hafi eitthvað að segja í þessu ferli. Mögulegt er að jarðvegsmassinn hafi náð að bólgna mikið út í frosti sem getur gerst ef það er smá grunnrennsli undir staðnum því þá dregst vatn að mótum frosts og þíðu (frostbylgjunni). Þegar moldin þiðnar skreppur hún síðan saman.  Ferlið vindur upp á sig og þetta gerist síendurtekið.“  
 
Ólíklegt er að það leynist virkar tektónískar sprungur þarna undir, en þó aldrei hægt að útiloka neitt fyrirfram. 
 
Að mati Páls er vatn, eða það að jarðvegurinn þarna niðri sé aðeins öðruvísi, orsakavaldurinn. „Rigningar, breytingar, holur, gröftur eða þess háttar í kring gætu hafa ýtt jarðvegnum „yfir strikið“. 
 
Nokkra metra frá holunni er moldar­hrúga og eins og hún hafi spýst frá holunni um leið og flöturinn lyftist.
 
Gömul mógröf?
 
„Eftir að hafa skoðað myndirnar hallast ég aftur að gamalli mógröf eða mýrartjörn sem hefur fyllst af fínum leir og lífrænu efni og svo svörðurinn náð yfir og lokað. Jarðvegurinn við betri skoðun lítur út fyrir að vera mjög lífrænn. Ef við fabúlerum aðeins áfram með þá kenningu þá gæti hafa safnast það mikið vatn undir, þéttar og treglekari jarðvegi í kring, sem hefur ýtt þessu af stað. Sárin eru svo hrein, platan sem ýtist svo stór að vatn og leir er eiginlega það eina sem mér dettur í hug að þetta gæti verið. Og úr verði örlítil flekaskriða.“
 
Snyddan sem um ræðir er um sex sinnum tveir metrar og að 40 sentí­metrum að þykkt.
 
Elding eða gassprenging?
 
„Ef þetta væri elding, þá væri sárið óreglulegra og þær skilja oftast eftir sig annaðhvort holu eins og sprengdur hafi verið flugeldur eða „snákafar“, það er að segja óreglulega línu. 
 
Gassprenging undir yfirborði væri líka mun ósnyrtilegri og ég myndi telja ólíklegt að hún myndi ná svona stóru stykki og færa það svona snyrtilega. En gas og vatn gætu líka hugsanlega nýst sem smurefni fyrir svona tilfærslu.“
 
Margir samverkandi þættir
 
Þrátt fyrir að skýringar þeirra Ólafs og Páls séu ekki samhljóma er hugsanlegt að báðar geti verið réttar og líklegast að landlyftingin stafi af mörgum samverkandi þáttum. 
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...