Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Landbúnaðar- og matarhátíð í Hörpu
Fréttir 25. febrúar 2016

Landbúnaðar- og matarhátíð í Hörpu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Búnaðarþing verður sett við hátíðlega athöfn í Hörpu sunnudaginn 28. febrúar kl. 12.30. Af því tilefni verður slegið upp landbúnaðar- og matarhátíð í Hörpu á milli klukkan 11 og 17 þar sem allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Fyrir og eftir setningarathöfn Búnaðarþings gefst gestum kostur á að kynna sér úrval íslenskra búvara hjá nokkrum úrvinnslufyrirtækjum bænda, skoða búvélar og virða fyrir sér mannlífið í Hörpu. Fyrir utan tónlistarhúsið verður grillvagn sauðfjárbænda, hamborgarabíllinn Tuddinn ásamt dráttarvélum og öðrum tækjabúnaði sem bændur nota í sínum störfum. Meðal fyrirtækja sem verða á svæðinu eru MS, Sláturfélag Suðurlands, Sölufélag garðyrkjumanna, Flúðasveppir, Biobú, Kraftvélar, Vélfang, Fóðurblandan og Landbúnaðarháskóli Íslands.

Setningarathöfnin er öllum opin á meðan húsrúm leyfir en þar mun Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, flytja setningarræðu og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ávarpar gesti. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona og bóndi á Mýrum stýrir athöfninni. Dömur í Graduale-kórnum syngja nokkur lög og bóndinn Svavar Pétur Eysteinsson, Prins Póló, flytur nokkra af sínum þekktustu slögurum. Í fyrsta sinn verða veitt Hvatningarverðlaun Bændasamtaka Íslands og Landbúnaðarverðlaunin verða á sínum stað. Tímarit Bændablaðsins kemur út sama dag og verður dreift í Hörpunni.

Allir eru velkomnir á landbúnaðar- og matarhátíð í Hörpu sunnudaginn 28. febrúar.

 

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...