Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Markmið reglugerðarinnar er að tryggja að merki fasteigna séu hnitsett, glögg og skýr þannig að hægt sé með auðveldum hætti að átta sig á afmörkun þeirra.
Markmið reglugerðarinnar er að tryggja að merki fasteigna séu hnitsett, glögg og skýr þannig að hægt sé með auðveldum hætti að átta sig á afmörkun þeirra.
Fréttir 7. febrúar 2024

Landeigendum gert að láta gera merkjalýsingu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í Samráðsgátt stjórnvalda hafa á undanförnum vikum legið drög að reglugerð um merki fasteigna, sem fela í sér annars vegar skyldu eigenda fasteigna til þess að láta gera merkjalýsingu um fasteignir sínar og hins vegar hvernig staðið skuli að þeim.

Með reglugerðinni verður með afgerandi hætti breytt verklagi við hnitsetningu og skráningu jarða.

Markmið reglugerðarinnar er að tryggja að merki fasteigna séu hnitsett, glögg og skýr þannig að hægt sé með auðveldum hætti að átta sig á afmörkun þeirra. Gert er ráð fyrir að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annist skráningu eignarmarka og tengdra upplýsinga í gagnagrunn landeignaskrár. Umsagnarfrestur rann út 8. janúar.

Eigendum ber að gera merkjalýsingu

Í kröfunni um gerð merkjalýsingar um fasteignir felst, að sé ekki til staðar þinglýst og glögg merki eða skýr afmörkun í samræmi við gildandi lög, er afmörkun fór fram, þá beri eigendum að gera merkjalýsingu um fasteignir sínar. Þá ber eigendum að viðhalda merkjum fasteigna sinna og láta gera nýja merkjalýsingu í hvert sinn sem ný fasteign er stofnuð eða þegar breytingar verða á merkjum fasteignar, svo sem með uppskiptingu eða þegar hún er sameinuð annarri.

Í drögunum segir að einungis „merkjalýsendur“ megi gera merkjalýsingar, sem fengið hafi leyfi ráðherra og staðist próf. Þeir sem hafa starfað við stofnun og skráningu fasteigna og þeir sem starfað hafa við að gera landamerkjalýsingar geta sótt um bráðabirgðaleyfi til þess að gera merkjalýsingar, geri þeir það fyrir 1. febrúar, þar til þeir hafa sótt námskeið og fengið útgefið leyfi sem merkjalýsendur. Sú undanþága gildir til 1. janúar 2025.

Miklar kvaðir á þúsundir landeigenda

Alls bárust 13 umsagnir um drögin. Í umsögn Bændasamtaka Íslands segir að þau telji óljóst hverju raunverulega sé verið að ná fram með reglugerðardrögunum, en ljóst megi vera að um miklar kvaðir sé að ræða sem lagðar séu á þúsundir landeigenda. Óvíst sé hins vegar með ávinninginn af þeim.

Álit Bændasamtakanna er að fasteignaeigendur muni ekki sjá hag sinn í því að fara í kostnaðarsamar aðgerðir til þess að lúta lögum og reglum ef það hefur enga lögformlega merkingu eða skapi þeim nein réttindi.

Æskilegt að ákvæði væru um tímamörk

Ekki er kveðið á um nein viðurlög í drögunum, ef landeigendur uppfylla ekki skyldu sína um að láta gera merkjalýsingu fyrir fasteign sína. Bændasamtök Íslands tiltaka þó í sinni umsögn að gert sé ráð fyrir í 37. grein laga um skráningu og mat fasteigna að brot á þeim varði sektum. Í umsögn Snæfellsbæjar segir að jákvætt sé að hvatt sé til hnitsetningar landamerkja, en æskilegt hefði verið að tiltaka að landeigendur beri ábyrgð á að láta skrá landamerki sín fyrir ákveðinn tíma, til dæmis innan þriggja ára.

Nokkrum ólíkum störfum skeytt saman í eitt

Í umsögn Hafnarfjarðar er bent á að verið sé að skeyta saman nokkrum ólíkum störfum með því að búa til starf merkjalýsanda. Einum og sama aðila sé ætlað að takast á við verkefni sem nú sé innt af hendi nokkurra aðila. Nauðsynlegt sé að brjóta þetta betur upp þannig að hægt sé að hafa sérfræðinga í ákveðnum þáttum.

Axel Helgason á Þórisstöðum, Hvalfjarðarsveit, spyr í sinni umsögn hvort líklegt sé til árangurs við hnitsetningu jarða, að ókunnugur aðili verði settur í það hlutverk að kanna staðhætti og samræma lýsingar í landamerkjabréfum sem stangist á. Hann segir að þessar lýsingar miði oft við örnefni sem ekki hafa verið sett á kort og oft eru deilur um staðsetningu á.

Landeigendur muni forðast að hnitsetja jarðir sínar

Axel segir enn fremur að bæta þyrfti við ákvæði sem gerir landeigendum kleift að útbúa merkjalýsingu og framkvæma mælingar sjálfir eins og nú sé heimilt, enda séu þeir best til þess fallnir að tryggja að öll gögn og upplýsingar liggi fyrir.

Eins væri farsælast að eigendur jarða ræði sig saman um niðurstöðu á legu landamerkja án þess að merkjalýsandi hafi þar hlutverk eins og skilja megi af reglugerðinni.

Að setja utanaðkomandi ókunnugan aðila í það hlutverk er líklegt til að gera ferlið það umfangsmikið í kostnaði, að aðilar munu forðast að fara í það ferli að hnitsetja jarðir sínar.

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...