Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Laxveiði með minnsta móti
Fréttir 9. ágúst 2019

Laxveiði með minnsta móti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ljóst er að laxagöngur eru litlar í sumar og hvetur Haf­rann­­sóknastofnun veiðifélög og stangveiðimenn til að gæta hófsemi í veiði og að sleppa sem flestum löxum aftur eftir veiði. Þetta er mikilvægt til að hrygningarstofninn í haust verði eins sterkur og unnt er. Heimtur úr sjó hafa almennt farið minnkandi við Atlantshaf undanfarin ár.

Laxveiði í ám landsins hefur verið með minnsta móti í sumar. Nokkrar ástæður eru fyrir því. Klakárgangurinn frá 2015 var með minnsta móti í ám á Norður- og Austurlandi sem leiddi til þess að gönguseiðaárgangur 2017 var lítill og skilaði hann fremur litlum smálaxagöngum 2018 og svo fáum stórlöxum 2019. Á Suður- og Vesturlandi var klakárgangurinn frá 2015 lítill sem leiddi til færri gönguseiða sem gengu út 2018 og þar með færri löxum nú í sumar. 

Lítið vatn í ám og vötnum

Á heimasíðu Hafrannsókna-stofnunar segir að lítið vatn hafi verið í ánum í sumar og aðstæður fyrir uppgöngu laxa og veiði með versta móti líkt og veiðitölur það sem af er sumri bera með sér. Enn er þó von um að smálaxagöngur á Norður- og Austurlandi eigi eftir að skila sér að einhverju marki.
Minnkandi heimtur við Atlantshaf

Heimtur úr sjó hafa almennt farið minnkandi við Atlantshaf undanfarin ár líkt og komið hefur fram í nágrannalöndunum. Ástæður þess eru ekki þekktar og ekki verður séð að hægt sé að hafa áhrif á það sem gerist í hafinu. Góðu fréttirnar eru að í kjölfar þess að í flestum ám er skylt að sleppa stórlöxum hefur þeim tekið að fjölga á nýjan leik sem hefur skilað aukinni hrygningu og sterkari seiðaárgöngum síðustu árin.

Hrygningarstofnar með minnsta móti

Það sem í okkar valdi stendur er að gæta þess að ávallt séu nægilega stórir hrygningarstofnar til að nýta þau búsvæði sem í ánum eru til seiðaframleiðslu. Miðað við núverandi aðstæður er ljóst að hrygningarstofnar haustsins verða með minnsta móti.

Hvernig best er að stunda veiðar og sleppa laxi er víða hægt að finna á netinu á www.angling.is  

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...