Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Laxveiði með minnsta móti
Fréttir 9. ágúst 2019

Laxveiði með minnsta móti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ljóst er að laxagöngur eru litlar í sumar og hvetur Haf­rann­­sóknastofnun veiðifélög og stangveiðimenn til að gæta hófsemi í veiði og að sleppa sem flestum löxum aftur eftir veiði. Þetta er mikilvægt til að hrygningarstofninn í haust verði eins sterkur og unnt er. Heimtur úr sjó hafa almennt farið minnkandi við Atlantshaf undanfarin ár.

Laxveiði í ám landsins hefur verið með minnsta móti í sumar. Nokkrar ástæður eru fyrir því. Klakárgangurinn frá 2015 var með minnsta móti í ám á Norður- og Austurlandi sem leiddi til þess að gönguseiðaárgangur 2017 var lítill og skilaði hann fremur litlum smálaxagöngum 2018 og svo fáum stórlöxum 2019. Á Suður- og Vesturlandi var klakárgangurinn frá 2015 lítill sem leiddi til færri gönguseiða sem gengu út 2018 og þar með færri löxum nú í sumar. 

Lítið vatn í ám og vötnum

Á heimasíðu Hafrannsókna-stofnunar segir að lítið vatn hafi verið í ánum í sumar og aðstæður fyrir uppgöngu laxa og veiði með versta móti líkt og veiðitölur það sem af er sumri bera með sér. Enn er þó von um að smálaxagöngur á Norður- og Austurlandi eigi eftir að skila sér að einhverju marki.
Minnkandi heimtur við Atlantshaf

Heimtur úr sjó hafa almennt farið minnkandi við Atlantshaf undanfarin ár líkt og komið hefur fram í nágrannalöndunum. Ástæður þess eru ekki þekktar og ekki verður séð að hægt sé að hafa áhrif á það sem gerist í hafinu. Góðu fréttirnar eru að í kjölfar þess að í flestum ám er skylt að sleppa stórlöxum hefur þeim tekið að fjölga á nýjan leik sem hefur skilað aukinni hrygningu og sterkari seiðaárgöngum síðustu árin.

Hrygningarstofnar með minnsta móti

Það sem í okkar valdi stendur er að gæta þess að ávallt séu nægilega stórir hrygningarstofnar til að nýta þau búsvæði sem í ánum eru til seiðaframleiðslu. Miðað við núverandi aðstæður er ljóst að hrygningarstofnar haustsins verða með minnsta móti.

Hvernig best er að stunda veiðar og sleppa laxi er víða hægt að finna á netinu á www.angling.is  

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...