Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skrifa undir samninginn.
Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skrifa undir samninginn.
Mynd / Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Fréttir 24. febrúar 2020

LbhÍ falið að vinna að þróun og nýsköpun í landbúnaði og matvælaframleiðslu

Höfundur: smh

Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) hefur gert þjónustusamning við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið varðandi verkefni á sviði rannsókna, þróunarvinnu og sérhæfðar ráðgjafar fyrir árin 2020 til 2023. Heildargreiðsla fyrir samningsverkefnið á þessu ári eru 210 milljónir og sjöhundruð þúsund krónur.

Móta tillögur til að styrkja afkomu sauðfjárbænda

Í samningnum kemur fram að LbhÍ er falið að vinna að verkefnum varðandi rannsóknir, þróun og nýsköpun á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu. Þar eru einnig tilgreind vel skilgreind verkefni sem skólinn mun vinna fyrir ráðuneytið:

  • Greina afkomu sauðfjárbænda og tillögur til að styrkja hana.
  • Greina tækifæri til aukinnar ylræktar á Íslandi og tillögur til að styrkja þá starfsemi.
  • Leiðir til að styrkja sérstöðu íslenskra búvara á markaði.
  • Greina tækifæri til að auka framleiðni í landbúnaði og virðisaukningu landbúnaðarafurða og tillögur þar að lútandi.
  • Tryggja betur aðkomu bænda að kennslu og rannsóknum við skólann, m.a. í samstarfi við Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, meðal annars með því að færa rannsóknir að hluta í sveitirnar.
  • Greina fæðuöryggi á Íslandi.
  • Skilgreina og undirbúa verkefni á sviði loftslagsmála um flokkun lands, mælingar á bindingu og losun gróðurhúsalofttegunda, m.a. um að bera saman losunartölur og losun frá framræstu landi á milli Íslands og annarra landa.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skrifaði undir samninginn fyrir hönd ráðuneytisins og Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, fyrir hönd skólans. 

Kristján Þór sagði af þessu tilefni að öflugar rannsóknir og menntun væru mikilvægur hlekkur í framþróun og framtíð íslensks landbúnaðar.  „Því er í mínum huga eitt stærsta hagsmunamál íslensks landbúnaðar að efla Landbúnaðarháskóla Íslands og því er þessi samningur afskaplega þýðingarmikill fyrir landbúnað í heild sinni. Þá er ég þakklátur og ánægður skólanum að taka vel í það frumkvæði mitt að sinna skilgreindum verkefnum fyrir ráðuneytið, m.a. um að greina afkomu sauðfjárbænda og tillögur til að styrkja hana, tækifæri til að auka framleiðni í landbúnaði og virðisaukningu landbúnaðarafurða og tillögur þar að lútandi og þá áherslu að tryggja betur aðkomu bænda að kennslu og rannsóknum við skólann sem ég tel vera mjög mikilvægt verkefni,“ er haft eftir Kristjáni Þór í tilkynningu ráðuneytisins.

Ragnheiður Inga segir að samningurinn styðji vel við nýja stefnu skólans til fimm ára sem var samþykkt síðastliðið sumar. „Þar er lögð áhersla á að stórauka rannsóknir, nýsköpun, samstarf við hagaðila og alþjóðlegt samstarf í því skyni að efla kennslu og innviði skólans. Landbúnaðarháskólinn starfar á þremur meginstarfsstöðvum; á Hvanneyri, í Reykjavík og á Reykjum í Ölfusi og býður upp á nám á þremur skólastigum; starfsmenntanám á framhaldsskólastigi, grunnnám (BS) og framhaldsnám (MS og PhD) Skólinn vinnur að því að fjölga vísindamönnum við skólann sem og nemendum á öllum námsstigum, enda gegnir Landbúnaðarháskólinn lykilhlutverki í þeim mikilvægu þáttum samfélagsins sem snúa að þróun landbúnaðar, nýtingu náttúruauðlinda, skipulagsmála, umhverfis- og loftslagsmála,“ segir Ragnheiður Inga í tilkynningunni.

Greiðslur vegna áranna 2021, 2022 og 2023 verða í samræmi við fjárlög hvers árs.

Samninginn má finn á vef Stjórnarráðs Íslands.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...