Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Töluverðar leifar af ýmiss konar varnarefnum, eins og skordýraeitri og illgresiseyði, finnast á innfluttu spínati.
Töluverðar leifar af ýmiss konar varnarefnum, eins og skordýraeitri og illgresiseyði, finnast á innfluttu spínati.
Fréttir 5. nóvember 2020

Leifar af skordýraeitri yfir hámarksmörkum í nærri 10% af innfluttu bandarísku spínati

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í Ársskýrslu Mast fyrir 2019 kemur fram að leifar af ýmiss konar varnarefnum, eins og skordýraeitri, illgresiseyði, sveppalyfjum og stýriefnum, fund­ust í 4,7% ávaxta og 9,7% grænmetis.

Meðal ávaxta þar sem leifar varnarefna reyndust yfir leyfilegu hámarki voru blæjuber, kíví, stjörnualdin, klementínur og appelsínur. Hvað grænmeti varðar reyndist mest vera af leifum af skordýraeitri í innfluttu spínati frá Bandaríkjunum.

Ástæður varnarefnaleifa mismunandi

Í skýrslu MAST segir að frum­framleiðsla matjurta sé undir eftirliti Heilbrigðiseftirlits sveitar­félag­anna sem einnig hefur eftirlit með innflutnings- og dreifingarfyrirtækjum. Matvæla­stofnun skipuleggur sýnatökur vegna varnarefnaleifa, bæði í innfluttum matjurtum og innlendri ræktun. Sýnatökur og viðbrögð við niðurstöðum yfir hámarksgildum eru á hendi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna.

Þegar efni greinast yfir hámarks­gildi er málum fylgt eftir með stöðvun dreifingar ef varan er enn til og er framleiðanda eða innflutningsaðila gefinn kostur á að staðfesta niðurstöðu með nýju sýni. Þeim birgðum sem til eru er fargað ef niðurstaðan er staðfest. Ef varan er hugsanlega til á heimili neytenda og talin geta valdið þeim skaða, þá er hún innkölluð.

Þegar um innflutta vöru er að ræða er fylgst með næstu sendingum frá sama aðila. Dreifingarbann er á þeim sendingum þar til niðurstöður berast. Sendingum er fargað ef niðurstöður sýna leifar yfir hámarksgildi.

Ástæður þess að varnarefnaleifar eru yfir hámarksgildi geta verið mismunandi. Í flestum tilfellum erlendra vara hefur ástæðan verið sú að stífari reglur eru um notkun varnarefna innan EES en í Bandaríkjunum, Asíu eða Afríku. Því er í sumum tilfellum verið að stöðva dreifingu á vörum sem hugsanlega hefðu talist innihalda löglegt magn leifa í upprunalandinu.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...