Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gunnarsholt.
Gunnarsholt.
Mynd / Jón Karl
Fréttir 2. maí 2022

Leitað að ljósmyndum úr sögu Gunnarsholts

Höfundur: Ritstjórn

Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, vinnur nú að ritun bókar um sögu Gunnarsholts. Sagan mun beina sjónum lesandans að því hvernig þessi kostajörð við landnám breyttist í sandauðn og því einstæða afreki að breyta þessari gereyddu jörð í land er fóstraði langstærsta bú sem nokkurn tímann hefur verið rekið á Íslandi.

Ætlunin er að segja söguna sem mest með ljósmyndum og nú er leitað til þeirra sem gætu átt myndir. Áherslan er lögð á myndir sem sýna lífið og starfið í Gunnarsholti en ekki er verið að biðja um myndir úr landgræðsluflugi eða landgræðslu í öðrum landshlutum.

Auðvitað væri gott að fá slíkar myndir varðandi landgræðslu til varðveislu en þær færu ekki í bókina sem nú er í undirbúningi.

Þetta gætu verið myndir af fólki við störf í Gunnarsholti eða af vélakosti, sauð- og holdanautum svo dæmi séu tekin. Eitt sinn var stóðhestastöð í Gunnarsholti og má vera að hestamenn hafi tekið myndir af gæðingum í stöðinni.

Þá hlýtur kornræktin í Gunnars- holti að hafa vakið áhuga bænda og áhugafólks um kornrækt – og einhver hefur án efa tekið myndir af korni og repju. Sama gildir um graskögglaverksmiðjuna sem var nýjung á sínum tíma. Þá var rekið vistheimili á Akurhóli í Gunnarsholti og væri ljúft að fá myndir frá þeirri starfsemi og ekki síður þeim listaverkum sem íbúarnir bjuggu til. Skógræktarmenn sem sköpuðu asparskóginn í Gunnarsholti gætu hafa tekið myndir sem og þeir sem hafa lagt leið sína í Gunnlaugsskóg.

Sveinn Runólfsson er með síma 8930830 og netfangið sveinnrun@gmail.com.

Aðstandendur bókar­innar eru tilbúnir til að koma til fólks og sækja myndir og gömul albúm, láta skanna myndir og skila aftur.

Skylt efni: Gunnarsholt

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...

Ekki til setunnar boðið að hrinda verkefnum í framkvæmd
Fréttir 9. janúar 2025

Ekki til setunnar boðið að hrinda verkefnum í framkvæmd

Nýr ráðherra landbúnaðarmála er Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í...

Svínabændur fá frest til aðlögunar
Fréttir 9. janúar 2025

Svínabændur fá frest til aðlögunar

Svínabændum hefur verið gefinn lengri frestur til aðlögunar að tilteknum skilyrð...

Barbora hlaut umhverfisverðlaun
Fréttir 8. janúar 2025

Barbora hlaut umhverfisverðlaun

Barbora Fialová hlaut umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar 2024.