Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gunnarsholt.
Gunnarsholt.
Mynd / Jón Karl
Fréttir 2. maí 2022

Leitað að ljósmyndum úr sögu Gunnarsholts

Höfundur: Ritstjórn

Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, vinnur nú að ritun bókar um sögu Gunnarsholts. Sagan mun beina sjónum lesandans að því hvernig þessi kostajörð við landnám breyttist í sandauðn og því einstæða afreki að breyta þessari gereyddu jörð í land er fóstraði langstærsta bú sem nokkurn tímann hefur verið rekið á Íslandi.

Ætlunin er að segja söguna sem mest með ljósmyndum og nú er leitað til þeirra sem gætu átt myndir. Áherslan er lögð á myndir sem sýna lífið og starfið í Gunnarsholti en ekki er verið að biðja um myndir úr landgræðsluflugi eða landgræðslu í öðrum landshlutum.

Auðvitað væri gott að fá slíkar myndir varðandi landgræðslu til varðveislu en þær færu ekki í bókina sem nú er í undirbúningi.

Þetta gætu verið myndir af fólki við störf í Gunnarsholti eða af vélakosti, sauð- og holdanautum svo dæmi séu tekin. Eitt sinn var stóðhestastöð í Gunnarsholti og má vera að hestamenn hafi tekið myndir af gæðingum í stöðinni.

Þá hlýtur kornræktin í Gunnars- holti að hafa vakið áhuga bænda og áhugafólks um kornrækt – og einhver hefur án efa tekið myndir af korni og repju. Sama gildir um graskögglaverksmiðjuna sem var nýjung á sínum tíma. Þá var rekið vistheimili á Akurhóli í Gunnarsholti og væri ljúft að fá myndir frá þeirri starfsemi og ekki síður þeim listaverkum sem íbúarnir bjuggu til. Skógræktarmenn sem sköpuðu asparskóginn í Gunnarsholti gætu hafa tekið myndir sem og þeir sem hafa lagt leið sína í Gunnlaugsskóg.

Sveinn Runólfsson er með síma 8930830 og netfangið sveinnrun@gmail.com.

Aðstandendur bókar­innar eru tilbúnir til að koma til fólks og sækja myndir og gömul albúm, láta skanna myndir og skila aftur.

Skylt efni: Gunnarsholt

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...