LavaConcept vill fá leyfi til efnistöku á sandi nálægt Vík í Mýrdal fyrir sandblástur.
LavaConcept vill fá leyfi til efnistöku á sandi nálægt Vík í Mýrdal fyrir sandblástur.
Mynd / Annie Spratt – Unsplash
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi vegna efnistöku á sandi úr Höfðafjöru á Kötlutanga.

Fjaran er 2,5 kílómetrum sunnan við Hjörleifshöfða og um 11 km austan við Vík. Samkvæmt framkvæmdaleyfisumsókninni er fyrirhugað að taka árlega um 50.000 tonn af sandi á ári næstu fimmtán árin.

Í umsögn frá Eflu um málið segir: „Tilgangur efnistökunnar er að afla jarðefnis, nánar til tekið sands, sem nýta á í sandblástur erlendis. LavaConcept Iceland hefur unnið að rannsóknum á sandinum í fjörunni austan Víkur í 11 ár frá árinu 2013 og hefur komið í ljós að sandurinn er með eiginleika sem gera það að verkum að hann er einkar hentugur í sandblástur, þ.e. harður og oddhvass eftir að búið er að harpa og brjóta hann niður í rétta stærð, en það er gert erlendis.“

Samkvæmt ákvörðun skipulags- og umhverfisráðs Mýrdalshrepps á fundi 16. ágúst sl. telur það sig ekki geta veitt leyfið að svo stöddu. Ástæðan sé sú að leyfi liggi ekki fyrir hjá hlutaðeigandi landeiganda fyrir umferð eða vegagerð um það land sem akstursleið er skilgreind samkvæmt umsókninni. Jafnframt þurfi að kanna afstöðu Vegagerðarinnar ef opna þarf nýja vegtengingu við þjóðveg 1.

Ráðið hefur því óskað eftir frekari upplýsingum, frá umsóknaraðila, áður en umsóknin verður tekin fyrir aftur. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur staðfest ákvörðun nefndarinnar.

Uppskeran misjöfn eftir landshlutum
Fréttir 26. september 2024

Uppskeran misjöfn eftir landshlutum

Tíðarfar til kornræktar í sumar var misjafnt eftir landshlutum. Á Norðvesturland...

Á fimmta þúsund fjár stefnt í Melarétt
Fréttir 26. september 2024

Á fimmta þúsund fjár stefnt í Melarétt

Réttað var í Fljótsdal um miðjan september, í Melarétt.

Sæðingar á tímum verndandi arfgerða
Fréttir 26. september 2024

Sæðingar á tímum verndandi arfgerða

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) efnir á næstunni til fimm námskei...

Tveir fjölónæmir
Fréttir 26. september 2024

Tveir fjölónæmir

Árið 2023 voru níu Salmonella-stofnar úr stroksýnum við slátrun svína næmisprófa...

Bændur þurfa að kaupa talsvert af heyi
Fréttir 26. september 2024

Bændur þurfa að kaupa talsvert af heyi

Bú víða af Norðurlandi hafa þurft að leita eftir stuðningi hjá Bjargráðasjóði ve...

Ályktað um lúpínu og upplýsingaóreiðu
Fréttir 25. september 2024

Ályktað um lúpínu og upplýsingaóreiðu

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hvetur vísindamenn með akademískar kennslust...

Greiða sjálf fyrir lífræna vottunarferlið í sláturhúsinu
Fréttir 23. september 2024

Greiða sjálf fyrir lífræna vottunarferlið í sláturhúsinu

Bændurnir í Sölvanesi í Skagafirði eru einu sauðfjárbændurnir á Íslandi sem stun...

Vilja flýta innviðauppbyggingu
Fréttir 23. september 2024

Vilja flýta innviðauppbyggingu

Lélegir samgöngu- og orkuinnviðir hamla verðmætasköpun, vexti og velsæld Vestfja...