Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands
Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands
Fréttir 8. september 2023

Lítil hreyfing á kvótamarkaði

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn 1. september síðastliðinn. Þar seldust einungis 225 þúsund lítrar af 1,4 milljón lítrum sem voru boðnir til sölu.

Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir óvanalegt að meira framboð sé á markaði en það sem óskað er eftir. Hann segir þetta ekki hafa gerst í langan tíma.

„Eftirspurnin er sjálfsagt minni af því að bændur binda vonir við að greitt verði fyrir umframmjólk. Svo er vaxtaumhverfið ekki að hjálpa.

Bændur eru ekki tilbúnir til að kaupa greiðslumark á þessu verði, eins og staðan er í dag,“ segir Rafn, en jafnvægisverðið endaði í 350 krónum fyrir hvern lítra. Greiðslumarkið sem óskað var eftir voru 846 þúsund lítrar, en verðið sem flestir buðu var of lágt og því gengu viðskiptin ekki eftir, nema fyrir áðurnefnda 225 þúsund lítra.

Hámarksverðið er þrefalt afurðastöðvaverð, eða 379 krónur.

Rafn segir verðið fyrir mjólkurlítrinn á tilboðsmörkuðum hingað til yfirleitt hafa verið það sama og hámarksverðið. Því sé óvanalegt að jafnvægisverðið hafi endað talsvert neðar.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...