Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands
Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands
Fréttir 8. september 2023

Lítil hreyfing á kvótamarkaði

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn 1. september síðastliðinn. Þar seldust einungis 225 þúsund lítrar af 1,4 milljón lítrum sem voru boðnir til sölu.

Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir óvanalegt að meira framboð sé á markaði en það sem óskað er eftir. Hann segir þetta ekki hafa gerst í langan tíma.

„Eftirspurnin er sjálfsagt minni af því að bændur binda vonir við að greitt verði fyrir umframmjólk. Svo er vaxtaumhverfið ekki að hjálpa.

Bændur eru ekki tilbúnir til að kaupa greiðslumark á þessu verði, eins og staðan er í dag,“ segir Rafn, en jafnvægisverðið endaði í 350 krónum fyrir hvern lítra. Greiðslumarkið sem óskað var eftir voru 846 þúsund lítrar, en verðið sem flestir buðu var of lágt og því gengu viðskiptin ekki eftir, nema fyrir áðurnefnda 225 þúsund lítra.

Hámarksverðið er þrefalt afurðastöðvaverð, eða 379 krónur.

Rafn segir verðið fyrir mjólkurlítrinn á tilboðsmörkuðum hingað til yfirleitt hafa verið það sama og hámarksverðið. Því sé óvanalegt að jafnvægisverðið hafi endað talsvert neðar.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...