Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Losun 6% meiri en 1990
Mynd / Luca Baggio
Fréttir 5. maí 2023

Losun 6% meiri en 1990

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Umhverfisstofnun gaf nýverið út skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þar er skoðuð þróun frá 1990 og gerðir framreikningar til 2050. Ítarleg yfirferð verður á Loftslagsdeginum 4. maí í Hörpu.

Losun fór vaxandi frá 1990 til 2008, en dróst saman fyrstu árin eftir efnahagshrunið. Frá 2011 til 2020 hélst losunin stöðug en dróst saman í heimsfaraldrinum. Aukning var milli áranna 2020 til 2021 og er spáð enn frekari aukningu 2022.

Árið 2021 var heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 14,1 milljónirtonnaafkoltvísýringsígildum, ef alþjóðasamgöngur eru ekki teknar með. Þar af ber landbúnaðurinn ábyrgð á 620 tonnum.

Stærstur er liðurinn landnotkun og skógrækt, sem ber ábyrgð á 9.398 tonnum losunar. Ísland sker sig úr frá öðrum Evrópuríkjum að þessu leyti, en flest eru þau með meiri bindingu en losun. Losun frá framræstu votlendi vegur þar þyngst.

Miðað við að árlegur samdráttur verði 0,6 prósent á hverju ári hér eftir, má reikna með að heildarlosun koltvísýringsígilda verði 13,4 milljónir árið 2030 og 11,7 milljónir árið 2050. Framreikningarnir byggja á spám um þróun mannfjölda, eldsneytisnotkun, verga landsframleiðslu ásamt Aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum.

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...