Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Losun 6% meiri en 1990
Mynd / Luca Baggio
Fréttir 5. maí 2023

Losun 6% meiri en 1990

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Umhverfisstofnun gaf nýverið út skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þar er skoðuð þróun frá 1990 og gerðir framreikningar til 2050. Ítarleg yfirferð verður á Loftslagsdeginum 4. maí í Hörpu.

Losun fór vaxandi frá 1990 til 2008, en dróst saman fyrstu árin eftir efnahagshrunið. Frá 2011 til 2020 hélst losunin stöðug en dróst saman í heimsfaraldrinum. Aukning var milli áranna 2020 til 2021 og er spáð enn frekari aukningu 2022.

Árið 2021 var heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 14,1 milljónirtonnaafkoltvísýringsígildum, ef alþjóðasamgöngur eru ekki teknar með. Þar af ber landbúnaðurinn ábyrgð á 620 tonnum.

Stærstur er liðurinn landnotkun og skógrækt, sem ber ábyrgð á 9.398 tonnum losunar. Ísland sker sig úr frá öðrum Evrópuríkjum að þessu leyti, en flest eru þau með meiri bindingu en losun. Losun frá framræstu votlendi vegur þar þyngst.

Miðað við að árlegur samdráttur verði 0,6 prósent á hverju ári hér eftir, má reikna með að heildarlosun koltvísýringsígilda verði 13,4 milljónir árið 2030 og 11,7 milljónir árið 2050. Framreikningarnir byggja á spám um þróun mannfjölda, eldsneytisnotkun, verga landsframleiðslu ásamt Aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...