Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Haraldur Þór Jónsson.
Haraldur Þór Jónsson.
Fréttir 6. febrúar 2024

Mælir með nafninu Þjórsárbyggð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Samhliða forsetakosningunum 1. júní í sumar munu íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps kjósa um nýtt nafn á sveitarfélaginu.

Núverandi nafn þykir frekar langt og óþjált ásamt því að fáir íbúar landsins átta sig á því hvar sveitarfélagið er staðsett á landinu.

„Nú er mikil uppbygging fram undan hjá okkur og því finnst mér kominn tími á að nýtt nafn verði valið á sveitarfélagið sem hafi betri tengingu í landfræðilega staðsetningu okkar ásamt því að vera styttra og þjálla. Þá myndum við líka fá nafn sem framtíðarkynslóðir geta sameinast um.

Umræðan er komin af stað í samfélaginu um nýtt nafn og verður haldinn íbúafundur í mars til að ræða málið betur. Vonandi leiðir það til þess að 2-3 nöfn standi upp úr sem við getum kosið um þann 1. júní,“ segir Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri.

Hann er á því að nafn Þjórsár eigi að vera hluti af nafni sveitarfélagsins enda liggur sveitarfélagið með fram Þjórsánni alveg upp að Hofsjökli ásamt því að Þjórsárdalurinn verður mikið aðdráttarafl í ferðaþjónustu á komandi árum með þeirri uppbyggingu sem er farin af stað þar.

„Flestir Íslendingar vita hvar Þjórsáin er og því myndi það auka vitund landsmanna um hvar sveitarfélagið er staðsett. Þjórsársveit, Þjórsárhreppur eða Þjórsárbyggð hafa oft verið nefnd.

Eftir að hafa hugsað þetta í langan tíma þá held ég að Þjórsárbyggð væri það nafn sem ég myndi kjósa, en umræðan næstu vikurnar mun vonandi leiða til þess að við sameinumst um nýtt nafn og það hljóti sterka kosningu,“ segir Haraldur.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...