Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Haraldur Þór Jónsson.
Haraldur Þór Jónsson.
Fréttir 6. febrúar 2024

Mælir með nafninu Þjórsárbyggð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Samhliða forsetakosningunum 1. júní í sumar munu íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps kjósa um nýtt nafn á sveitarfélaginu.

Núverandi nafn þykir frekar langt og óþjált ásamt því að fáir íbúar landsins átta sig á því hvar sveitarfélagið er staðsett á landinu.

„Nú er mikil uppbygging fram undan hjá okkur og því finnst mér kominn tími á að nýtt nafn verði valið á sveitarfélagið sem hafi betri tengingu í landfræðilega staðsetningu okkar ásamt því að vera styttra og þjálla. Þá myndum við líka fá nafn sem framtíðarkynslóðir geta sameinast um.

Umræðan er komin af stað í samfélaginu um nýtt nafn og verður haldinn íbúafundur í mars til að ræða málið betur. Vonandi leiðir það til þess að 2-3 nöfn standi upp úr sem við getum kosið um þann 1. júní,“ segir Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri.

Hann er á því að nafn Þjórsár eigi að vera hluti af nafni sveitarfélagsins enda liggur sveitarfélagið með fram Þjórsánni alveg upp að Hofsjökli ásamt því að Þjórsárdalurinn verður mikið aðdráttarafl í ferðaþjónustu á komandi árum með þeirri uppbyggingu sem er farin af stað þar.

„Flestir Íslendingar vita hvar Þjórsáin er og því myndi það auka vitund landsmanna um hvar sveitarfélagið er staðsett. Þjórsársveit, Þjórsárhreppur eða Þjórsárbyggð hafa oft verið nefnd.

Eftir að hafa hugsað þetta í langan tíma þá held ég að Þjórsárbyggð væri það nafn sem ég myndi kjósa, en umræðan næstu vikurnar mun vonandi leiða til þess að við sameinumst um nýtt nafn og það hljóti sterka kosningu,“ segir Haraldur.

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...