Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Frá Tungnaréttum, þar sem réttað var laugardaginn 14. september.
Frá Tungnaréttum, þar sem réttað var laugardaginn 14. september.
Mynd / Gabríel Gunnarsson
Fréttir 30. september 2024

Mannmergð truflar réttarstörf

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Talsverð umræða hefur verið á Facebook-síðunni Sauðfjárbændur um óreiðukennt ástand sem skapist í réttum, inni í almenningi, vegna mannmergðar sem trufli réttarstörfin.

Ferðafólki er aðallega kennt um þetta ástand og slælegri réttarstjórn. Á það er bent að talsvert sé um skipulagðar hópferðir í réttir og fólk gjarnan þar á ferðinni sem hafi takmarkaðan skilning á hvernig réttarstörf gangi fyrir sig eða hvernig umgangast eigi skepnur. Ekki fari vel um féð þegar svo háttar til.

Hætta á að fé troðist undir

„Það er mjög víða farið að gera út á það í ferðamennsku að fara í réttir á þessum árstíma. Þá kemur auðvitað fólk sem áttar sig ekki á hlutunum. Ég sé það bara í mínum réttum hvernig fólk hagar sér, það hreinlega áttar sig ekki á því að það er fyrir og hindrar eðlileg réttarstörf,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, sem býr í Ásgarði í Dölunum og rekur sitt fé í Skerðingsstaðarétt.

„Það er mikilvægt að ferðaþjónustuaðilar skipuleggi sínar ferðir í réttir með þeim hætti að tala áður við réttarstjóra til að fá upplýsingar um hvernig rétt er að haga sér þar. Hættan er alltaf – og ég hef séð það hjá mér – að fólk dreifi sér ekki nóg þannig að féð þjappast saman bara á einn stað í réttinni sem eykur svo líkurnar á því að féð geti troðist undir.

Ég finn fyrir aukningu á gestakomum til okkar og þó erum við langt frá stórum þéttbýlisstöðum.“

Ekki má rífa hvar sem er í ullina

Eyjólfur segir að þetta sé hátíð fyrir sauðfjárbændur og allir gestir þurfi að hafa það í huga og sýna þeim tillitssemi og nálgast aðstæður út frá sjónarmiðum þeirra – það séu ákveðnar leikreglur sem verða að gilda í réttum. „Þetta er mikilvægur liður í að tengja landbúnaðinn og sauðfjárræktina við almenning, en það er ekki sama hvernig fólk ber sig að í umgengni við skepnurnar og því þarf að leiðbeina fólki sem ekki kann það. Þá má til dæmis ekki grípa í hornin á lömbunum, þau geta hreinlega brotnað. Ekki má heldur rífa í ullina hvar sem er.

Réttarstjórar þurfa líka að taka í stjórnartaumana þegar þörf er á og margt fólk er – og það getur verið vandasamt verkefni.“

Skylt efni: réttir | fjárréttir

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...