Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Matarmarkaður á Facebook
Mynd / TB
Fréttir 16. maí 2017

Matarmarkaður á Facebook

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Búið er að stofna Matarmarkað á Facebook sem hefur það markmið að efla milliliðalaus viðskipti á milli framleiðenda og viðskiptavina. Framleiðendur geta auglýst vörur sínar og viðskiptavinir geta pantað vörurnar í ummælum undir auglýsingunni.

Fyrirkomulagið er að norrænni fyrirmynd en t.d. hefur þessi viðskiptaleið breiðst hratt út í Finnlandi undir nafninu REKO. Reko gengur út á að búa til tengslanet á Facebook þar sem seljendur og kaupendur hafa milliliðalaus viðskipti. Smáframleiðendur, matarfrumkvöðlar, veitingahús og bændur sem selja beint frá býli eru áberandi á Reko.

Af hverju matarmarkaður á Facebook?

Þann 20. mars síðastliðinn stóðu matarfrumkvöðlar og Matarauður Íslands fyrir opnum fundi þar sem framleiðendur, veitingamenn, heildsalar og aðrir sem tengjast matvælageiranum komu saman. Í umræðum kom fram að það þyrfti að efla milliliðalaus viðskipti og auka yfirsýn um framboð bænda og annarra framleiðenda á vörum beint frá býli eða smáframleiðslu. Einnig þyrfti að vera vettvangur fyrir veitingamenn, verslanir og neytendur til að ná í þessar vörur.

Ekki er víst að milliliðalaus viðskipti henti öllum en með því að nýta sér Facebook þá geta framleiðendur mögulega lækkað viðskiptakostnað og tekið á móti pöntunum fyrirfram. Það auðveldar skipulagningu í framleiðslunni.  

Hvernig virkar matarmarkaðurinn?

Matarmarkaðurinn virkar líkt og hefðbundinn matarmarkaður, nema að viðskiptavinir panta og ganga frá viðskiptum í gegnum Facebook-hóp. Þegar viðskiptin eru komin á þá sammælast aðilar um afhendingarmáta og afhendingarstað. Til þess að einfalda afhendingarferlið þá býður hópurinn upp á afhendingar í Sjávarklasanum í Reykjavík á milli 14:00 og 16:00 á föstudögum. Í staðinn fyrir að framleiðendur þurfi að koma aðföngum á hefðbundinn matarmarkað upp von og óvon um að allt seljist þá mæta seljendur einungis með þær vörur sem búið er að panta. Þannig verður minna um rýrnun og viðskiptakostnaðurinn í lágmarki.

Hópurinn var stofnaður af frumkvöðlinum Inga Birni Sigurðssyni og verkefninu Matarauður Íslands. Markmiðið er að sögn þeirra að efla íslenska framleiðslu með því koma á milliliðalausum samskiptum við viðskiptavini. Allir Facebook-notendur geta selt sínar vörur endurgjaldslaust og hópurinn er öllum opinn.  

Slóðin á Matarmarkað á Facebook

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...