Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Matvælastofnun opnar fyrir skil á haustskýrslum - umráðamenn hrossa hvattir til að skila
Mynd / HKr.
Fréttir 13. nóvember 2018

Matvælastofnun opnar fyrir skil á haustskýrslum - umráðamenn hrossa hvattir til að skila

Matvælastofnun vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir skráningar á haustskýrslur í Bústofni (www.bustofn.is) og bendir á að nú hafi verið ráðist í umbætur á skráningarferlinu til að auðvelda umráðamönnum hrossa í þéttbýli skráninguna. Undanfarin ár hefur borið á því að slíkar skráningar hafi skort, sem þó er skylt að sinna.  

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að í samræmi við reglur (lög um búfjárhald nr. 38/2013) skulu umráðamenn búfjár skila árlega inn haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og landstærðir.

„Undanfarin ár hefur vantað upp á að umráðamenn hrossa í þéttbýli hafi skilað haustskýrslu lögum samkvæmt. Til að auðvelda umráðamönnum/eigendum hrossa í þéttbýli að ganga frá haustskýrslu hefur Matvælastofnun ráðist í umtalsverðar umbætur á skráningarferlinu. Umráðamenn/eigendur hrossa geta í ár sótt upplýsingar úr WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins (www.worldfengur.com), og byggja upplýsingarnar á fjölda hrossa í umráð viðkomandi.

Jafnframt er vakin athygli á að umráðamenn hrossa sem aðeins telja fram hross á haustskýrslu geta nú skilað haustskýrslu í heimarétt WorldFengs. Nánari leiðbeiningar um skil á haustskýrslum er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar og í heimarétt WorldFengs.

Allir félagar í hestamannafélögum Landssambands hestamannafélaga og félögum Félags hrossabænda um allt land eiga að hafa frían aðgang að WorldFeng. Þeir sem hafa ekki þann aðgang geta hins vegar skráð sig inn í WorldFeng með sérstökum hjarðbókaraðgangi, sem var opnaður í vikunni. Þeir sem ekki hafa tök á því að skila sjálfir stendur til boða þjónusta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Nánari upplýsingar veitir Matvælastofnun (dýraeftirlitsmenn og búnaðarstofa),“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Skylt efni: haustskýrslur

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...