Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Á Bjørklund-sveitabænum er hægt að njóta kræsinga úr hindberjum sem eru ræktuð á staðnum, meðal annars hindberjasíróp.
Á Bjørklund-sveitabænum er hægt að njóta kræsinga úr hindberjum sem eru ræktuð á staðnum, meðal annars hindberjasíróp.
Mynd / News on Request AS/Rune Nilsen/Fylkesmannen i Nordland
Fréttir 12. desember 2016

Mikil upplifun að dvelja á bóndabæ

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Í Norður-Noregi, á landsvæði norðurljósa og miðnætursólar, eru hátt í 150 bændur sem taka beinan þátt í ferða­mannastraumnum þar um slóðir. 
 
Hér er það fjölbreytni og nýsköpun sem ræður för hvort sem er að upplifa mat og menningu í fullum vetrarskrúða utandyra við varðeld á Kroglia Kulturgård eða þeysast um á fjórhjóli til fundar við hreindýrahjörð Samakonunnar Inga Sami Siida, svo dæmi séu tekin. Bændurnir hafa þó áhuga á að kynna sig enn betur á netinu og samfélagsmiðlum, segir Hanne-Sofie Trager, verkefnisstjóri hjá landbúnaðar- og hreindýradeild héraðsstjórans í Norður-Noregi.
 
„Aðalaðdráttaraflið fyrir ferðamenn hér er án efa að upplifa norðurljósin og miðnætursólina. Margir koma einnig til að upplifa menningu og líf Samanna ásamt strandmenningunni hér sem byggist upp á aldagömlum fiskveiðum. Fyrir þúsund árum síðan hófst útflutningur á prótínríkri skreið til Mið- og Suður-Evrópu þar sem kaþólikkar áttu trú sinni samkvæmt að borða fisk á föstunni. Þá hófst mikið blómaskeið hér í Norður-Noregi sem stendur í raun enn því hér um slóðir er mest veitt af þorski í heiminum. Fiskurinn er látinn hanga á stórum statífum til þurrkunar eða í hjöllum og þetta er einn af þeim þáttum sem ferðamönnunum finnst mjög áhugavert að skoða og upplifa. Hið margbrotna umhverfi og náttúran er einnig stór þáttur ásamt menningunni og matnum og það er þar sem bændur hér um slóðir koma inn,“ útskýrir Hanne-Sofie. 
 
Ferðamenn ánægðir með Norður-Noreg
 
Það er ýmislegt hægt að upplifa í Norður-Noregi og er til dæmis svokallað eyjahopp að verða sífellt vinsælla þar sem ferðamenn ferðast á milli eyja á svæðinu. Samkvæmt könnun Nýsköpunarmiðstöðvar Noregs í fyrra voru bæði innlendir og erlendir ferðamenn ánægðastir með fríið sitt í Norður-Noregi af öðrum stöðum sem þeir komu til. 
 
„Slíkar kannanir og útkomur gefa okkur byr undir báða vængi hér uppi í norðri en kemur okkur í raun ekki svo mjög á óvart. Hér er opið, tignarlegt og fjölbreytt landslag ásamt sögu og menningu sem er ekki hægt að upplifa annars staðar, “ segir Hanne-Sofie og bætir við:
 
„Um 145 bændur hér á svæðinu leggja áherslu á ferðamenn og hafa upp á eitthvað að bjóða fyrir þá. Þá erum við að fjalla um að þeir bjóða ýmist upp á gistingu, veitingastað eða kaffihús og/eða einhvers konar upplifun. Það er, ásamt fjölbreytni í landslagi, mikil fjölbreytni í því sem bændurnir hafa upp á að bjóða. Samamenningin með sínum hreindýrum vekja alltaf athygli en einnig bændurnir sem selja vörur beint frá býli og/eða sem hafa komið upp eigin veitingastað eða kaffihúsi, það er alltaf mjög vinsælt. Það sem hefur komið í ljós í könnun sem við á skrifstofunni hér létum framkvæma var að mikill meirihluti viðskiptavina voru mjög ánægðir með að dvelja á bóndabæ og upplifa lífið þar. “
 
Vinsælir staðir úr alfaraleið
 
Líkt og á Íslandi fylgja auknum ferðamannastraumi ýmsar áskoranir og hafa íbúar Norður-Noregs ekki farið varhluta af því að vandamál sökum mannfjölda og umgengni er ærið verkefni að fylgjast með og bregðast við.
 
„Það sem hefur verið mikil óánægja með hér eru ferju- og hraðbátaflutningar til og frá fyrirtækjum á svæðinu. Nú hafa stjórnvöld ráðið inn starfsmann sem hefur eingöngu það verkefni að skoða og leysa úr þessu vandamáli. Hér eru fyrirtæki sem eru sum hver úr alfaraleið en mörg þeirra hafa vakið athygli á landsvísu í sjónvarpi eða öðrum fjölmiðlum. Þetta hefur veitt þeim mikla athygli og aukið umferðina til muna á þessum stöðum. Þessu þarf að bregðast við eins og til dæmis þegar kemur að samgöngum til að upplifun viðskiptavinarins verði eins og best verður á kosið,“ útskýrir Hanne-Sofie og segir jafnframt:
„Norður-Noregur er að nálgast það markmið að 16,7 prósent af heildar landsvæðinu er þjóðgarður. Því fylgja strangar reglur sem þarf að uppfylla. Annars hefur færst í aukana að viðkvæm landsvæði þola illa meiri ágang og því hafa stjórnvöld í Noregi þurft að skerast í leikinn til að aðstoða á svæðum sem eru afar vinsæl eins og til dæmis Lofoten. Þannig eru stjórnvöld í samráði við ferðamannaráð á staðnum að vinna að aðferð við að rukka ferðamannaskatt á svæðinu. Það sem hefur til dæmis orðið mikið vandamál þar er að ferðamenn tjalda hvar sem er, jafnvel í kirkjugörðum, og nýta guðsgræna náttúruna til salernisnotkunar. Svo það eru ekki eingöngu jákvæðar hliðar við ferðamannastrauminn en það eru þættir sem við verðum að bregðast við og það í tíma svo allir geti farið til baka með góða upplifun héðan af ferðalagi sínu.“
 
Þess má geta að HANEN, samtök sem upphefja norskar byggðaperlur, hafa nú um 400 staði á heimasíðu sinni og í nýútkomnu appi þar sem ferðamenn geta sótt áhugaverða staði á ferðalagi sínu í snjalltækið og upplifað sveitina í rauntíma þegar þeir þeysast um landið í leit að ævintýrum og upplifunum.

11 myndir:

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...