Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mikil ásókn er í verslunar- og þjónustulóðir, hesthúsalóðir og íbúðalóðir á Hellu. Nánari upplýsingar um lausar lóðir má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, www.ry.is.
Mikil ásókn er í verslunar- og þjónustulóðir, hesthúsalóðir og íbúðalóðir á Hellu. Nánari upplýsingar um lausar lóðir má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, www.ry.is.
Mynd / Guðmundur Árnason
Fréttir 29. apríl 2022

Mikill áhugi á iðnaðar- og hesthúsalóðum á Hellu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikill áhugi er á lausum lóðum á Hellu sem hafa verið auglýstar til umsóknar. Um er að ræða verslunar- og þjónustulóðir við Faxaflatir ásamt athafna- og iðnaðarlóðum við Sleipnisflatir.

Einnig hefur verið opnað fyrir umsóknir um lóðir í öðrum áfanga nýs hesthúsahverfis á Rangárbökkum.

Á síðasta ári var öllum lóðum í fyrri áfanga hverfisins úthlutað og styttist í að framkvæmdir hefjist þar.

„Það hefur líka verið mikill uppgangur í byggingu íbúðar­húsnæðis og eru sem stendur aðeins fjórar einbýlishúsalóðir og þrjár raðhúsalóðir lausar til úthlutunar á Hellu, en unnið er að undirbúningi fyrir næstu íbúðagötur í Ölduhverfi, auk þess sem deiliskipulag fyrir hið nýja Bjargshverfi vestan Ytri-Rangár er í vinnslu,“ segir Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra.

Skylt efni: Hella

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...