Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mikilvægt að sleppa hlýra
Fréttir 1. júní 2022

Mikilvægt að sleppa hlýra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veiði á hlýra er komin yfir leyfi­legan heildarafla á fiskveiði árinu og hefur Fiskistofa bent sjómönnum á að mikilvægt sé að sleppa líflegum hlýra sem fæst við veiðar.

Leyfilegur heildarafli í hlýra á fiskveiðiárinu 2021/2022 er 377 tonn en nú þegar hefur verið landað rúmlega 500 tonnum. Fiskistofa vill því koma á framfæri mikilvægi þess að lífvænlegum hlýra verði sleppt eins og heimilt er samkvæmt 3. grein reglugerðar númer 468/2013 um nýtingu afla og aukaafurða. Enn fremur er bent á að sé þessi heimild nýtt skuli skrá í rafræna afladagbók eða snjalltækjaforrit tegund og áætlað magn í kílóum sem sleppt var samanber 2. málsgrein 2. grein sömu reglugerðar.

Hlýri, Anarhichas minor er skyldur steinbít en töluvert stærri og er við kynþroska 70 til 90 sentímetrar að lengt og fjögur til átta kíló að þyngd, en hann getur orðið allt að 180 sentímetrar að lengd og vegir allt að 26 kíló. Hlýri er gulbrúnn og flekkóttur. Roð hlýra er sterkara en á steinbít og hentar því betur til skinngerðar. Fæða hlýra er aðallega skrápdýr.

Tegundin finnst á úthafssvæðum í köldu djúpsævi, vanalega undir 5° Celsíus og á 25 og 800 metra dýpi. Kjörlendi hlýra er grófur sandur nálægt klettasvæði þar sem má finna skjól og staðir sem henta til hrygningar. Hrygningartími er á sumri fram á vetur og geta hrognin verið hátt í 55 þúsund.

Hlýri er tegund sem á undir högg að sækja, stofninn er lítill og var hlýrinn af þeim sökum settur í aflamark, til að koma í veg fyrir ofveiði á honum. Því er afar mikilvægt að útgerðir nýti heimild til sleppingar lífvænlegs hlýra og skrái sleppingar í afladagbók.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...