Milljónum minka lógað vegna COVID-19
Höfundur: Vilmundur Hansen
Til stendur að lóga um 7 milljónum minka í Danmörk vegna COVID-19 faraldursins. Bann við loðdýraeldi hefur verið flutt fram um þrjú ár í Hollandi.
Danmörk er meðal stærstu framleiðenda og útflytjenda minkaskinns í heiminum. Þar eru framleiddar um 17 milljón skinna á ári. Mestur er útflutningurinn til Kína. Í sumar var um milljón minkum í Holland lógað eftir að COVID-19 kom upp á minkabúum þar í landi. COVID-19 hefur komið upp í búum á Spáni auk þess sem nýverið kom upp smit í Utah í Bandaríkjunum sem er það fyrsta í vesturheimi.
Í framhaldi af sýkingunni í Hollandi var flýtt banni við loðdýraeldi fram um þrjú ár eða til 2021. Í Póllandi eru uppi háværar raddir um að banna allt loðdýraeldi í landinu sem fyrst.