Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Samanburður við fyrri ár sýnir að afkoma í hótelgeiranum hefur farið lækkandi öll árin frá 2016 bæði í höfuðborginni og úti á landi.
Samanburður við fyrri ár sýnir að afkoma í hótelgeiranum hefur farið lækkandi öll árin frá 2016 bæði í höfuðborginni og úti á landi.
Mynd / TB
Fréttir 8. ágúst 2019

Minni hagnaður hótela á landsbyggð en í höfuðborginni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Hagnaður hótela á landsbyggð­inni var almennt lakari en hjá hótelum í Reykjavík á árinu 2018. Rekstarafkoma var að meðaltali neikvæð á Vestur- og Norðurlandi en jákvæð á Suðurlandi og Suðurnesjum. Ekki liggja fyrir nægar upp­lýsingar um afkoma á öðrum landsvæðum, Vestfjörðum og Austurlandi.
 
Þetta kemur fram í nýrri könnun á afkomu fyrirtækja í hótelrekstri sem KPMG gerði fyrir Ferðamálastofu, en niðurstaðan er sú að verulegur munur er á afkomu fyrirtækja í Reykjavík og á landsbyggðinni. Samanburður við fyrri ár sýnir að afkoman hefur farið lækkandi öll árin frá 2016 bæði í höfuðborginni og úti á landi.
 
Versnandi afkoma úti á landi
 
Samanburður við árið 2017 leiðir í ljós að rekstrarhagnaður sem hlutfall af tekjum var því sem næst óbreyttur í Reykjavík, en lækkaði á Suðurlandi og Suðurnesjum. Á Vesturlandi dró úr rekstrarafgangi. Ekki urðu miklar breytingar á milli ára á Norðurlandi en þar var einnig tap. 
 
Laun hærra hlutfall af tekjum á landsbyggðinni
 
Fram kemur einnig í könnuninni að laun sem hlutfall af tekjum er að jafnaði hærra hjá hótelum á landsbyggð en í höfuðborginni. Laun sem hlutfall af tekjum námu tæplega 45% hjá hótelum á landsbyggðinni á liðnu ári en hlutfallið var ríflega 36% í Reykjavík. Veitingasala er almennt hærra hlutfall af tekjum hjá fyrirtækjum úti á landi. 
 
Fram kemur í könnuninni að rekstur hótela á landsbyggðinni hafi versnað á liðnum árum með einni undantekningu, 2016 var mjög gott ár í ferðaþjónustu, enda fjölgaði komum ferðamanna það ár um tæp 40% frá árinu á undan og gengi krónunnar hækkaði verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum. Tekjur jukust því bæði vegna fjölgunar ferðamanna og hagstæðrar þróunar á gengi krónunnar.
 
10 þúsund hótelherbergi í boði
 
Alls náði könnunin til fyrirtækja sem voru með 5.581 hótelherbergi í rekstri árið 2018 en hótelherbergi á landinu öllu eru um 10 þúsund talsins, þannig að þátttaka var yfir 55% mælt í fjölda herbergja. 
 

Skylt efni: ferðaþjónusta | Hótel

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...