Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samanburður við fyrri ár sýnir að afkoma í hótelgeiranum hefur farið lækkandi öll árin frá 2016 bæði í höfuðborginni og úti á landi.
Samanburður við fyrri ár sýnir að afkoma í hótelgeiranum hefur farið lækkandi öll árin frá 2016 bæði í höfuðborginni og úti á landi.
Mynd / TB
Fréttir 8. ágúst 2019

Minni hagnaður hótela á landsbyggð en í höfuðborginni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Hagnaður hótela á landsbyggð­inni var almennt lakari en hjá hótelum í Reykjavík á árinu 2018. Rekstarafkoma var að meðaltali neikvæð á Vestur- og Norðurlandi en jákvæð á Suðurlandi og Suðurnesjum. Ekki liggja fyrir nægar upp­lýsingar um afkoma á öðrum landsvæðum, Vestfjörðum og Austurlandi.
 
Þetta kemur fram í nýrri könnun á afkomu fyrirtækja í hótelrekstri sem KPMG gerði fyrir Ferðamálastofu, en niðurstaðan er sú að verulegur munur er á afkomu fyrirtækja í Reykjavík og á landsbyggðinni. Samanburður við fyrri ár sýnir að afkoman hefur farið lækkandi öll árin frá 2016 bæði í höfuðborginni og úti á landi.
 
Versnandi afkoma úti á landi
 
Samanburður við árið 2017 leiðir í ljós að rekstrarhagnaður sem hlutfall af tekjum var því sem næst óbreyttur í Reykjavík, en lækkaði á Suðurlandi og Suðurnesjum. Á Vesturlandi dró úr rekstrarafgangi. Ekki urðu miklar breytingar á milli ára á Norðurlandi en þar var einnig tap. 
 
Laun hærra hlutfall af tekjum á landsbyggðinni
 
Fram kemur einnig í könnuninni að laun sem hlutfall af tekjum er að jafnaði hærra hjá hótelum á landsbyggð en í höfuðborginni. Laun sem hlutfall af tekjum námu tæplega 45% hjá hótelum á landsbyggðinni á liðnu ári en hlutfallið var ríflega 36% í Reykjavík. Veitingasala er almennt hærra hlutfall af tekjum hjá fyrirtækjum úti á landi. 
 
Fram kemur í könnuninni að rekstur hótela á landsbyggðinni hafi versnað á liðnum árum með einni undantekningu, 2016 var mjög gott ár í ferðaþjónustu, enda fjölgaði komum ferðamanna það ár um tæp 40% frá árinu á undan og gengi krónunnar hækkaði verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum. Tekjur jukust því bæði vegna fjölgunar ferðamanna og hagstæðrar þróunar á gengi krónunnar.
 
10 þúsund hótelherbergi í boði
 
Alls náði könnunin til fyrirtækja sem voru með 5.581 hótelherbergi í rekstri árið 2018 en hótelherbergi á landinu öllu eru um 10 þúsund talsins, þannig að þátttaka var yfir 55% mælt í fjölda herbergja. 
 

Skylt efni: ferðaþjónusta | Hótel

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...