Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, á sæti í starfshópi minni sveitarfélaga, sem vilja ekki sjá lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga því ákvörðun eigi að vera í höndum íbúa.
Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, á sæti í starfshópi minni sveitarfélaga, sem vilja ekki sjá lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga því ákvörðun eigi að vera í höndum íbúa.
Mynd / MHH
Fréttir 15. mars 2021

Minni sveitarfélög vilja alls ekki lögþvingaða sameiningu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það varð ljóst á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 18. desember á síðasta ári að ekki ríkir sú samstaða sem áður var haldið fram um lögfestingu íbúalágmarks sveitarfélaga. Síðan þá hefur hópur minni sveitarfélaga unnið að mótun tillögu sem gæti komið í stað íbúalágmarks í því skyni að styrkja og efla sveitarfélög, ekki síst með sameiningum.

Jafnframt að horfa til leiða sem sveitarfélög gætu sameinast um á vettvangi sambandsins, þannig að það megi betur gegna sínu hlutverki, sem sameiginlegur málsvari sveitarfélaga.

„Við höfum sent okkar tillögu til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, en frumvarp um íbúalágmark er nú í umsagnarferli. Tillagan er framlag hópsins til að ná fram sátt um hið mikilvæga mál sem er efling sveitarfélaga, íbúum landsins til heilla. Tillagan hefur verið nokkurn tíma að mótast og tekið góðum breytingum, m.a. eftir fund starfshóps minni sveitarfélaga með stjórn sambandsins á dögunum.

Tillagan í endanlegri mynd verður nú jafnframt kynnt stjórninni, sem og öllum sveitarstjórnum. Er það von okkar að hún hljóti góðan stuðning og hægt verði að ljúka þessu máli í góðri sátt Alþingis og sveitarfélagastigsins,“ segir Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps sem á sæti í hópnum.

Aðrir sem eiga þar sæti eru Jón Páll Hreinsson, sveitarstjóri í Bolungarvík, Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit og Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi. Að tillögunni standa um 20 sveitarfélög. 

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...