Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hermann Erlingsson, aðstoðarsölustjóri Mjólkursamsölunnar.
Hermann Erlingsson, aðstoðarsölustjóri Mjólkursamsölunnar.
Mynd / MS
Fréttir 1. júní 2022

Mjólkursamsalan skiptir yfir í rafmagnsbíla

Höfundur: Ritstjórn

Mjólkursamsalan hefur skipt út bílaflota sölufólks síns fyrir fjóra rafmagnsbíla og fimm tengiltvinnbíla.

Mjólkursamsalan tilkynnti um þetta í dag 1. júní, á alþjóðlegum degi mjólkur. „Sölufólk okkar er mikið á ferðinni og því er ánægjulegt að geta fært okkur yfir í grænni akstur,“ er haft eftir Hermanni Erlingssyni, aðstoðarsölustjóra hjá Mjólkursamsölunni.

 „Sölufólk okkar ferðast víðsvegar um landið allt árið um kring og þar sem víða skortir enn innviði notum við tengiltvinnbílana í lengri ferðir. Með vonandi bættum innviðum á næstu misserum getum við svo skipt alfarið yfir í rafmagnsbíla. Sölufólk Mjólkursamsölunnar keyrir um 180 þúsund kílómetra á ári svo það munar um minna þegar kemur að kolefnislosun,“ bætir Hermann við.

Þriðja stærsta flutningsfyrirtæki landsins

Framkvæmdir hafa verið í gangi við höfuðstöðvar fyrirtækisins í Reykjavík þar sem nú er búið að koma upp átta hleðslustöðvum. Þá er einnig tengiltvinnbíll notaður frá starfsstöðinni á Akureyri.

Mjólkursamsalan hefur einnig verið að leita leiða til orkuskipta fyrir stærri bifreiðir fyrirtækisins en MS er þriðja stærsta flutningsfyrirtæki landsins. Í haust var í því tilliti tekinn í notkun flutningabíll sem gengur á metani og er nýttur til útkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu.

Skylt efni: Mjólkursamsalan | rafbílar

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...