Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hermann Erlingsson, aðstoðarsölustjóri Mjólkursamsölunnar.
Hermann Erlingsson, aðstoðarsölustjóri Mjólkursamsölunnar.
Mynd / MS
Fréttir 1. júní 2022

Mjólkursamsalan skiptir yfir í rafmagnsbíla

Höfundur: Ritstjórn

Mjólkursamsalan hefur skipt út bílaflota sölufólks síns fyrir fjóra rafmagnsbíla og fimm tengiltvinnbíla.

Mjólkursamsalan tilkynnti um þetta í dag 1. júní, á alþjóðlegum degi mjólkur. „Sölufólk okkar er mikið á ferðinni og því er ánægjulegt að geta fært okkur yfir í grænni akstur,“ er haft eftir Hermanni Erlingssyni, aðstoðarsölustjóra hjá Mjólkursamsölunni.

 „Sölufólk okkar ferðast víðsvegar um landið allt árið um kring og þar sem víða skortir enn innviði notum við tengiltvinnbílana í lengri ferðir. Með vonandi bættum innviðum á næstu misserum getum við svo skipt alfarið yfir í rafmagnsbíla. Sölufólk Mjólkursamsölunnar keyrir um 180 þúsund kílómetra á ári svo það munar um minna þegar kemur að kolefnislosun,“ bætir Hermann við.

Þriðja stærsta flutningsfyrirtæki landsins

Framkvæmdir hafa verið í gangi við höfuðstöðvar fyrirtækisins í Reykjavík þar sem nú er búið að koma upp átta hleðslustöðvum. Þá er einnig tengiltvinnbíll notaður frá starfsstöðinni á Akureyri.

Mjólkursamsalan hefur einnig verið að leita leiða til orkuskipta fyrir stærri bifreiðir fyrirtækisins en MS er þriðja stærsta flutningsfyrirtæki landsins. Í haust var í því tilliti tekinn í notkun flutningabíll sem gengur á metani og er nýttur til útkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu.

Skylt efni: Mjólkursamsalan | rafbílar

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...