Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mjólkursamsalan vinnur vínanda úr mjólkursykurvökva
Fréttir 15. janúar 2016

Mjólkursamsalan vinnur vínanda úr mjólkursykurvökva

Höfundur: smh
Mikið magn af mysu fellur til árlega í mjólkurvinnslu Mjólkursamsölunnar við ostagerð.  Að sögn Björns S. Gunnarssonar, vöruþróunarstjóra Mjólkursamsölunnar, er magnið um 45-50 milljónir lítra sem inniheldur um fimm prósent mjólkursykur. Hægt er að vinna um tvær milljónir lítra af etanóli úr þessu magni, en innan Mjólkursamsölunnar er nú leitað leiða til að auka verðmæti mysuvökvans.
 
Mjólkursykurvökvi verður etanól
 
Eins og staðan er í dag er mysupróteinþykkni unnið úr mysuvökvanum og er aðalhráefnið fyrir íþróttadrykkinn Hleðslu sem Mjólkursamsalan framleiðir. Mjólkursykurvökvinn sem eftir verður hefur að mestu leyti verið seldur í svínafóður. Björn segir að með því verkefni sem nú er farið í gang er leitast við að bæta nýtingu og auka verðmæti framleiðslunnar, auk þess sem umhverfislegur ávinningur sé með þeirri vinnslu. 
 
„Í augnablikinu er fyrst og fremst verið að skoða þennan möguleika, að framleiða etanól úr laktósanum í mysunni. Aðrir möguleikar eru í skoðun varðandi próteinhlutann.  Það eru í raun þrír möguleikar í stöðunni varðandi svo nýtinguna á etanólinu sem fæst úr mysunni; víngerð, sem eldsneyti eða framleiðsla á iðnaðarspíra. Það er ljóst að verðmæti þessara afurða er mismunandi og verðmætast er að framleiða vín, en þær koma allar til greina þegar afurðin hefur tekið á sig form etanóls.“
 
Samstarf við Matís, Háskólann á Akureyri og Foss distillery
 
Mjólkursamsalan hefur verið með verkefnið í rannsóknarferli, fyrst í Háskólanum á Akureyri þar sem ákveðnir gerlar voru prófaðir til að umbreyta mjólkursykurvökvanum í etanól við mismunandi aðstæður. Í framhaldsrannsókn sem nú er fyrirhuguð stendur til að þróa frekari víngerð úr etanólinu, meðal annars í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri og Foss distillery. Búið er að sækja um styrk til Rannís svo hægt sé að hraða þeim tilraunum. 
 
„Samstarfið og verkefnið í heild er núna á byrjunarstigi. Í samstarfinu við Foss hafa ýmsir möguleikar verið viðraðir og þeir sjá mikla markaðsmöguleika í að nota íslenskan spíra í sínar vörur. Verkefnið verður reynt að vinna eins hratt og auðið er. Enn er of snemmt að segja til um hvenær fyrsta varan getur litið dagsins ljós, en vonandi sem fyrst,“ segir Björn. 
 
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...