Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mjólkurvörur seljast vel í COVID-19 ástandinu
Mynd / HKr.
Fréttir 3. apríl 2020

Mjólkurvörur seljast vel í COVID-19 ástandinu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Við finnum fyrir töluvert meiri sölu á  mjólkurvörum Mjólkur­samsölunnar (MS) í verslunum og salan fyrstu dagana eftir að samkomubannið var sett á slagaði upp í Þorláksmessu í nokkra daga í röð,“ segir Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri MS, aðspurð um söluna eftir að COVID-19 kom upp.

„Salan hefur  náð meira jafnvægi núna en fólk er samt að neyta aðeins meira af mjólkurvörum en áður. Mötuneyti kaupa t.d. meira af skyri sem auðvelt er að afhenda til starfsfólks.

Sunna Gunnars Marteinsdóttir.

Við hófum áætlanagerð í febrúar og að safna birgðum þar sem við gerðum svokallaða „áætlun um mögulegan heimsfaraldur“.  Í henni voru hættustig skilgreind og við heyrðum í landlækni á þeim tíma til þess að fá leiðbeiningar. Við fórum á þeim tíma í formlegar og óformlegar aðgerðir. Í kringum fyrsta kórónasmitið hérlendis fórum við í að gera „áætlun um órofinn rekstur“ sem er lifandi skjal um starfsemi MS. Lykilstarfsmenn eru flokkaðir og mikilvægi deilda auk staðgengla ef þarf og greining annarra mikilvægra þátta,“ segir Sunna.

Vörur á palli fyrir utan hús

Samkvæmt áætlunum MS hefur starfsfólk verið flutt, sumir vinna heima eða í öðrum rýmum en venjulega til þess að dreifa áhættunni. Þá hefur starfsstöðvum fyrirtækisins verið lokað fyrir gestum og vörur eru afhentar úti á pall fyrir utan hús. Fjarfundabúnaður er notaður innan deilda vegna funda og þá eru mötuneytin með tveggja metra regluna og matarbakkar afhentir starfsfólki. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...