Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Birkikemba er smágerð fiðrildategund sem fannst fyrst hérlendis árið 2005 í Hveragerði en hefur nú dreift sér víða. Hún byrjar að herja á birki á vorin. Á haustin tekur þélan við þannig að tré fá oft lítinn frið fyrir óværum.
Birkikemba er smágerð fiðrildategund sem fannst fyrst hérlendis árið 2005 í Hveragerði en hefur nú dreift sér víða. Hún byrjar að herja á birki á vorin. Á haustin tekur þélan við þannig að tré fá oft lítinn frið fyrir óværum.
Mynd / Brynja Hrafnkelsdóttir
Fréttir 22. október 2021

Mögulegur innflutningur sníkjuvesputegunda til höfuðs óværu í birkitrjám

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Birkitré hafa í auknum mæli orðið fyrir skemmdum vegna ágangs birkikembu og birkiþélu. Mögulegur innflutningur á sníkjuvesputegundum sem eiga í ógnarjafnvægissambandi við óværuna gæti dregið úr útbreiðslu hennar.

Birkikemba er smágerð fiðrildategund sem fannst fyrst hérlendis árið 2005 í Hveragerði en hefur nú dreift sér víða. Útbreiðslusvæði hennar er frá Kirkjubæjarklaustri suður fyrir landið í Borgarfjörð. Hún finnst einnig sums staðar á Vestfjörðum, í Skagafirði, Eyjafirði og á Húsavík.

Birkiþéla er blaðvesputegund og þótt hún hafi fundist hér fyrst um það bil áratug síðar en birkikemban, eða árið 2016, hefur hún dreift sér hraðar og finnst hún nú í öllum landshlutum.

Þótt hún hafi fundist hér fyrst um áratugi síðar en birkikemban hefur birkiþéla dreift sér hraðar og finnst hún nú í öllum landshlutum

Þessar tvær óværur hafa leikið íslensk birkitré grátt á undanförnum árum og telur Brynja Hrafnkelsdóttir, sérfræðingur hjá Skógræktinni, að bregðast þurfi við útbreiðslu hennar.

„Birkikemba og þéla eiga það sameiginlegt að éta innan úr laufblöðum birkis með þeim afleiðingum að þau verða á endanum brún og þenjast út. Þessar tvær nýju tegundir skipta með sér sumrinu, birkikemban byrjar á vorin og tekur þélan svo við á haustin. Þannig að á árum þar sem það eru faraldrar fær birki lítinn frið. Þegar birkið verður svona brúnt yfir sumarið nær það minni ljóstillífun og hefur minni orku til að búa sig undir veturinn. Fyrir utan sjónrænan skaða held ég að þetta hafi alveg örugglega áhrif á þætti eins og vöxt og fræframleiðslu en hvort að þetta muni drepa mikið af trjám er ekki enn vitað,“ segir hún.

Fordæmi frá Kanada

Birkikemba og birkiþéla finnast víða í Evrópu en virðast ekki valda jafn miklum skaða á birkinu þar að sögn Brynju.

„Þess vegna hlýtur eitthvað að vera öðruvísi í umhverfinu hér sem gerir það að verkum að þessar tegundir ná meiri þéttleika hérlendis. Þetta stafar mjög líklega að hluta til af því að við höfum ekki sömu náttúrulegu óvini þessara skaðvalda sem halda stofninum niðri erlendis.“

Birkikemba og þéla eiga það sameiginlegt að éta innan úr laufblöðum birkis með þeim afleiðingum að þau verða á endanum brún og þenjast út. Nú skoða sérfræðingar mögulegan innflutning á lífrænum vörnum.

Því hafa verið á lofti hugmyndir um hvort hugsanlega sé hægt að flytja inn náttúrulegar varnir til þess að halda stofni þessara meindýra niðri.

„Sníkjuvespur eru ein tegund af náttúrulegum óvinum sem eru mikilvægar víða til að halda niðri stofnum meindýra. Það gera þær með því að láta afkvæmi sín éta meindýrið, til dæmis með því að verpa innan í lirfur þess,“ segir Brynja og kynnir til sögunnar tvær slíkar sníkjuvespur.

„Gott dæmi um vel heppnað inngrip er innflutningur á tveimur vesputegundum, Lathrolestes nigricollis og Grypocentrus albipes, í Kanada í lok síðustu aldar í þeim tilangi að reyna að halda niðri nokkrum blaðvesputegundum sem herjuðu á birki. Þessar blaðvespu­tegundir hegða sér eins og birkikemban og birkiþélan gera á Íslandi, það er að segja, éta innan úr laufi birkisins. Þetta leiddi til að sníkjuvespurnar náðu að fjölga sér og halda enn þá í dag nokkrum alvarlegum blaðvesputegundum niðri.“

Áhættumat undanfari innflutnings

Mjög strangar reglur lúta að innflutningi á skordýrum sem geta lifað utandyra á Íslandi og segir Brynja að meta þyrfti áhrif sníkjuvespu á vistkerfi Íslands áður en ráðist yrði í slíkan innflutning.

„Það þarf til dæmis að ganga úr skugga um að nýjar tegundir muni ekki hafa neikvæð áhrif á aðrar lífverur, til að mynda þá fáu náttúrulegu óvini sem við höfum hérna fyrir eða aðrar skordýrategundir. Til að ganga úr skugga um að svo sé ekki er gert áhættumat þar sem metið er hvað gæti gerst og hverjar afleiðingarnar verða. Ef svo fer að leyfi fæst fyrir innflutningi þarf að finna fyrirtæki úti sem er tilbúið að selja okkur og fjölga viðkomandi tegund og svo þarf að reyna á hvort tegundin nái að lifa og fjölga sér á Íslandi.“

Hún segir að nú þegar séu þreifingar hafnar við samstarfsaðila í Kanada sem tóku þátt í sambærilegum mótvægisaðgerðum þar.

„Við teljum mjög mikilvægt að láta reyna á þetta ferli og þótt það fáist leyfi eða ekki þá er gott að vera komin með einhverja reynslu af þessu fyrir þau vandamál sem koma upp í skógrækt í framtíðinni.“

Brynja Hrafnkelsdóttir, sérfræðingur hjá Skógræktinni.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...