Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Monsanto býður í Syngenta
Fréttir 15. júní 2015

Monsanto býður í Syngenta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Svissneska efnafyrirtækið Syngenta hefur hafnað yfirtöku­tilboði bandaríska landbúnaðar­risans Monsanto í annað sinn. Talsmenn Syngenta segja tilboðið ófullnægjandi. Það gæti orðið stærsta fyrirtæki í heimi á sviði landbúnaðar.

Talið er víst að Monsanto muni bjóða í Syngenta í þriðja sinn á næstu vikum. Með samruna Monsanto og Syngenta yrði til stærsta fyrirtæki í heimi á sviði landbúnaðar.

Líftæknifyrirtækið Monsanto er í dag stærsti seljandi fræja til bænda í veröldinni en Syngenta stærsti framleiðandi illgresis- og skordýraeiturs í heiminum og stórt fyrirtæki í sölu á fræi til matvælaframleiðslu.

Ef úr samrunanum verður mun Monsanto ráða yfir um 35% fræmarkaði heimsins og áætlaðar tekjur fyrirtækisins 30 milljarðar bandaríkjadalir á ári sem jafngildir um 4 þúsund milljörðum króna á ári. Stærð fyrirtækisins gæfi því yfirgnæfandi stöðu á markaði yfir samkeppnisaðilum eins og BASF SE, Bayer AG and Dow Chemical Co.

Monsanto hefur svarað gagnrýni um að fyrirtækið verði nánast með einokunarstöðu á matvælamarkaði eftir samrunann með því að segja að það muni brjóta upp fræsöluhluta Syngenta í minni fyrirtæki gerist þess nauðsyn.

Skylt efni: Landbúnaður | Mossanto | fræ

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...