Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Monsanto býður í Syngenta
Fréttir 15. júní 2015

Monsanto býður í Syngenta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Svissneska efnafyrirtækið Syngenta hefur hafnað yfirtöku­tilboði bandaríska landbúnaðar­risans Monsanto í annað sinn. Talsmenn Syngenta segja tilboðið ófullnægjandi. Það gæti orðið stærsta fyrirtæki í heimi á sviði landbúnaðar.

Talið er víst að Monsanto muni bjóða í Syngenta í þriðja sinn á næstu vikum. Með samruna Monsanto og Syngenta yrði til stærsta fyrirtæki í heimi á sviði landbúnaðar.

Líftæknifyrirtækið Monsanto er í dag stærsti seljandi fræja til bænda í veröldinni en Syngenta stærsti framleiðandi illgresis- og skordýraeiturs í heiminum og stórt fyrirtæki í sölu á fræi til matvælaframleiðslu.

Ef úr samrunanum verður mun Monsanto ráða yfir um 35% fræmarkaði heimsins og áætlaðar tekjur fyrirtækisins 30 milljarðar bandaríkjadalir á ári sem jafngildir um 4 þúsund milljörðum króna á ári. Stærð fyrirtækisins gæfi því yfirgnæfandi stöðu á markaði yfir samkeppnisaðilum eins og BASF SE, Bayer AG and Dow Chemical Co.

Monsanto hefur svarað gagnrýni um að fyrirtækið verði nánast með einokunarstöðu á matvælamarkaði eftir samrunann með því að segja að það muni brjóta upp fræsöluhluta Syngenta í minni fyrirtæki gerist þess nauðsyn.

Skylt efni: Landbúnaður | Mossanto | fræ

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...