Monsanto býður í Syngenta
Svissneska efnafyrirtækið Syngenta hefur hafnað yfirtökutilboði bandaríska landbúnaðarrisans Monsanto í annað sinn. Talsmenn Syngenta segja tilboðið ófullnægjandi. Það gæti orðið stærsta fyrirtæki í heimi á sviði landbúnaðar.
Talið er víst að Monsanto muni bjóða í Syngenta í þriðja sinn á næstu vikum. Með samruna Monsanto og Syngenta yrði til stærsta fyrirtæki í heimi á sviði landbúnaðar.
Líftæknifyrirtækið Monsanto er í dag stærsti seljandi fræja til bænda í veröldinni en Syngenta stærsti framleiðandi illgresis- og skordýraeiturs í heiminum og stórt fyrirtæki í sölu á fræi til matvælaframleiðslu.
Ef úr samrunanum verður mun Monsanto ráða yfir um 35% fræmarkaði heimsins og áætlaðar tekjur fyrirtækisins 30 milljarðar bandaríkjadalir á ári sem jafngildir um 4 þúsund milljörðum króna á ári. Stærð fyrirtækisins gæfi því yfirgnæfandi stöðu á markaði yfir samkeppnisaðilum eins og BASF SE, Bayer AG and Dow Chemical Co.
Monsanto hefur svarað gagnrýni um að fyrirtækið verði nánast með einokunarstöðu á matvælamarkaði eftir samrunann með því að segja að það muni brjóta upp fræsöluhluta Syngenta í minni fyrirtæki gerist þess nauðsyn.