Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Monsanto fær stuðning 11 ríkja
Fréttir 24. janúar 2018

Monsanto fær stuðning 11 ríkja

Fyrirtækið Monsanto, sem framleiðir meðal annars bæði erfðabreytta sáðvöru og illgresiseyðinn Roundup, hefur nú fengið stuðning frá ellefu ríkjum Bandaríkjanna í tilraun fyrirtækisins til að stöðva Kaliforníu í því að krefjast krabbameinsviðvarana á vörum sem innihalda glýfosat.
 
Í umfjöllun vefmiðilsins Reuters um málið kemur fram að með stuðningnum fái fyrirtækið grunn fyrir lagalegri baráttu gegn kröfum Kaliforníuríkis.
 
Meðal ríkjanna sem veita stuðninginn eru Iowa, Indiana og Missouri, sem er heimaríki Monsanto. Í öllum þessum ríkjum er umfangsmikill landbúnaður stundaður og jarðrækt. Rök þeirra fyrir stuðningnum er að slíkar viðvaranir séu villandi vegna þess að engin skýr tengsl eru á milli glýfosats og krabbameinsmyndunar.
 
Söluaðilar í miðvesturríkjum Bandaríkjanna myndu þurfa að merkja vörur með glýfosati í með viðvörunum ef kröfur Kaliforníu næðu fram að ganga – eða hætta sölu þeirra – enda munu slíkar vörur rata í verslanir í Kaliforníu. 
 
Þurfa að bera viðvaranir frá júlí 2018
 
Kaliforníuríki bætti glýfosati, virka innihaldsefninu í Roundup, á lista yfir krabbameinsvaldandi efni í júlí 2017 og því þurfa vörur sem innihalda efnið að bera viðvaranir frá júlí 2018. Ríkið greip til aðgerða eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin um krabbameinsrannsóknir lýsti því yfir árið 2015 að glýfosat væri „líklega krabbameinsvaldandi“.
 
Í umfjöllun Reauters kemur fram að bændur hafi í meira en 40 ár notað glýfosat til að drepa illgresi, síðast í sojabaunarækt með yrki sem Monsanto hannaði til að standast illgresiseyðinn. Roundup er einnig úðað á húsalóðir og á golfvelli.
 
Byggt á 30 ára reglu sem aldrei hefur verið hnekkt
 
Ríkin 11 styðja stefnu Monsanto og landssamtaka hveitiræktenda í Bandaríkjunum fyrir alríkisdómstólum, sem var lögð fram í nóvember til að stöðva Kaliforníuríki í því að krefjast glýfosatviðvarana.
 
Skrifstofa um heilsufarslega umhverfisáhættu í Kaliforníu hefur lýst því yfir að það standi við ákvörðunina um að setja glýfosat á lista yfir vörur sem vitað er að valdi krabbameini, samkvæmt reglu sem þekkt er sem Tillaga 65 (Proposition 65). Reglan er 30 ára gömul og hefur vefmiðillinn eftir David Roe, aðalhöfundi hennar, að fyrir hvert einasta ár hennar hafi verið reynt að drepa hana á grundvelli þess að hún sé frávik frá reglum annarra ríkja. „Það hefur alltaf mistekist,“ er haft eftir David Roe. 
 
Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...