Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Monsanto hafnar 62 milljarða dollara tilboði
Fréttir 7. júní 2016

Monsanto hafnar 62 milljarða dollara tilboði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þýska lyfja- og efnafyrirtækið Bayer bauð fyrir nokkrum dögum  62 milljarða bandaríkjadali í reiðufé eða jafngildi 7,749 millj­arða íslenskra króna í fræ- og efnaframleiðslufyrirtækið Monsanto.

Monsanto hafnaði boðinu og segir það of lágt. Í yfirlýsingu frá Monsanto segir að þrátt fyrir að tilboðið hljómi hátt sé það langt undir raunverulegu markaðsvirði fyrirtækisins. Í yfirlýsingunni segir einnig að fyrirtækið sé enn falt fáist viðeigandi verð fyrir það. 

Ef af sameiningu Bayer og Monsanto verður, verður Bayer stærsta lyfja-, fræ- og efnaframleiðslu og sölufyrirtæki í heimi. Fyrirtækið yrði til dæmis ráðandi á markaði fyrir getnaðarvarnapilluna, og með yfirtökunni yrði til stærsta fyrirtæki í heimi sem býður erfðabreytt fræ og varnarefni í landbúnaði. Fyrr á þessu ári gerði Monsanto tilboð í svissneska lyfja- og fræframleiðandann Syngenta en missti af kaupunum þar sem China National Chemical bauð betur. Í framhaldi af þeim kaupum sameinuðust svo efnafyrirtækin Dow og DuPunt í eina sæng.

Fyrirtækin sem um ræðir ráða um 90% af allri fræsölu í heiminum og eiga réttinn á nánast öllu erfðabreyttu á markaði í dag, maís, soja og bómull.

Monsanto framleiðir einnig Round Up, sem er mest selda plöntueitur í heimi. 

Skylt efni: viðskipti | Bayer | Monsanto

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...