Mótmæla fækkun póstdreifingardaga
Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur harðlega mótmælt boðuðum breytingum á dreifingu pósts í sveitarfélaginu.
Á fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps nýverið var m.a. rætt um boðaða fækkun á dreifingadögum pósts í Mývatnssveit og samþykkt ályktun þar sem þeim var mótmælt.„Að mati sveitarstjórnar er um grófa mismunun að ræða sem þýða mun þjónustuskerðingu fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu sem skerðir samkeppnishæfni þess. Sveitarstjórn skorar á stjórnendur Íslandspósts að endurskoða boðuð áform.“