MS á Selfossi tók á móti 75 milljónum lítra af mjólk árið 2019
Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bráðabirgðatölur sýna að mjólkurbúið á Selfossi tók á móti 75 milljónum lítra af mjólk árið 2019 frá kúabændum.
Hjá MS Selfossi starfa u.þ.b. 124 starfsmenn að bílstjórum meðtöldum. Þann 30. desember síðastliðinn var hefðbundið áramótakaffi haldið fyrir starfsfólk MS Selfossi. Veittar voru starfsaldursviðurkenningar og starfsmenn sem létu af störfum á árinu kvaddir.
Þeir sem fengu starfsaldursviðurkenningu voru Rúnar Þór Sævarsson og Sigurður Hilmarsson fyrir 20 ár. Reynir Þórisson fékk viðurkenningu fyrir 30 ár og Jónas Lilliendahl fyrir 40 ár. Þeir sem létu af störfum í búinu á síðasta ári eru Unnar Ólafsson eftir tæplega 35,7 ára starf, Elsa Jónsdóttir eftir rúmlega 24 ára starf og Ólafur Jóhannsson eftir rúmlega 8 ára starf.
Þrír starfsmenn létu af störfum hjá MS Selfossi á árinu 2019 en þau eru hér ásamt Ágústi, frá vinstri, Ólafur, Unnar og Elsa.