Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fyrir utan mjólk og sýrðar vörur er ostur vinsælasta söluvaran, samkvæmt tölum Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM).
Fyrir utan mjólk og sýrðar vörur er ostur vinsælasta söluvaran, samkvæmt tölum Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM).
Mynd / MS
Fréttir 2. mars 2021

Mun minni samdráttur í sölu mjólkurvara en ætla mætti vegna fækkunar erlendra ferðamanna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sala á skyri frá MS dróst saman á síðasta ári og frá janúarlokum 2020 til janúarloka 2021 nam samdrátturinn 10,7% samkvæmt tölum samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM). Sam­dráttur varð einnig í sölu annarra mjólkurafurða, en þó í mun minna mæli.

Svo virðist sem hrun í komu erlendra ferðamanna vegna COVID-19 hafi haft áhrif á sölu á mjólkurvörum líkt og á öðrum landbúnaðarafurðum, en samt mun minna en ætla mætti.

Lítill sölusamdráttur miðað við nærri 76% fækkun erlendra ferðamanna

Ef tekið er tillit til samdráttar í fjölda erlendra ferðamanna sem komu til landsins, þá komu „ekki nema“ 486.308 ferðamenn á árinu 2020, miðað við 2.013.190 á árinu 2019. Það er nærri 76% samdráttur. Þetta eru ferðamenn sem komu um Keflavíkurflugvöll, Reykja­víkurflugvöll, Akur­eyrar­flugvöll og um Seyðisfjarðarhöfn með Norrænu samkvæmt gögnum Ferðamálastofu.
Í janúar seldust 3.108 tonn af mjólk og sýrðum vörum sem er 4,2% minna en í sama mánuði í fyrra. Heildarsalan á mjólk á tólf mánaða tímabili var 37.912 tonn, sem er 2,1% minna en seldist frá janúarlokum 2019 til janúarloka 2020.

Töluverður samdráttur í rjómasölu í janúar

Sala á rjóma dróst umtalsvert saman í janúar síðastliðnum miðað við janúar 2020, þegar áhrif af COVID-19 var ekki farið að gæta. Var salan nú 208 tonn og nam samdrátturinn 12% á milli ára. Heildarsalan frá janúarlokum 2020 til janúarloka 2021 nam 3,2%. Heildarsamdrátturinn í rjómasölunni var þó ekki nema 0,8% á árinu 2020.

16,8% samdráttur í skyrsölu í janúar 2021 miðað við 2020

Þá dróst salan á skyri um 16,8% í janúar miðað við janúar 2020. Var salan nú 206 tonn í þessum mánuði, sem er 16,8% samdráttur á milli ára. Var heildarsamdrátturinn í skyrsölunni á árinu 2020, eins og fyrr segir, 10,7%.
Sala á viðbiti, þ.e. smjöri og skyldum vörum, nam 159 tonnum í janúar síðastliðnum. Það er 4,7% minni sala en í janúar 2020. Það er nokkuð sérstakt við söluna á viðbitinu að þar urðu töluverðar breytingar í magni á milli ára og virðist salan hafa verið 2.320 tonnum minni en árið áður. Samt nam lækkunin á sölunni í heildina í fyrra ekki nema 2,5%.

Osturinn mikilvægur í sölu mjólkurafurða

Fyrir utan mjólk og sýrðar vörur er ostur mest selda mjólkurafurðin. Seld voru 465 tonn af ostum í janúar síðastliðnum, sem þýðir samdrátt í þessum mánuði á milli ára upp á 5,5%. Heildarsalan á ostum frá janúarlokum 2020 til janúarloka 2021 nam 5.967 tonnum, sem er 3,4% samdráttur í sölu frá árinu 2019.

Nokkru minna var selt af dufti í janúar nú en árið áður, eða 98 tonn, sem gerir 9,6% samdrátt. Yfir 12 mánaða tímabil voru seld 1.134 tonn, sem er 3% minna en árið áður. 

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...