Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fyrir utan mjólk og sýrðar vörur er ostur vinsælasta söluvaran, samkvæmt tölum Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM).
Fyrir utan mjólk og sýrðar vörur er ostur vinsælasta söluvaran, samkvæmt tölum Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM).
Mynd / MS
Fréttir 2. mars 2021

Mun minni samdráttur í sölu mjólkurvara en ætla mætti vegna fækkunar erlendra ferðamanna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sala á skyri frá MS dróst saman á síðasta ári og frá janúarlokum 2020 til janúarloka 2021 nam samdrátturinn 10,7% samkvæmt tölum samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM). Sam­dráttur varð einnig í sölu annarra mjólkurafurða, en þó í mun minna mæli.

Svo virðist sem hrun í komu erlendra ferðamanna vegna COVID-19 hafi haft áhrif á sölu á mjólkurvörum líkt og á öðrum landbúnaðarafurðum, en samt mun minna en ætla mætti.

Lítill sölusamdráttur miðað við nærri 76% fækkun erlendra ferðamanna

Ef tekið er tillit til samdráttar í fjölda erlendra ferðamanna sem komu til landsins, þá komu „ekki nema“ 486.308 ferðamenn á árinu 2020, miðað við 2.013.190 á árinu 2019. Það er nærri 76% samdráttur. Þetta eru ferðamenn sem komu um Keflavíkurflugvöll, Reykja­víkurflugvöll, Akur­eyrar­flugvöll og um Seyðisfjarðarhöfn með Norrænu samkvæmt gögnum Ferðamálastofu.
Í janúar seldust 3.108 tonn af mjólk og sýrðum vörum sem er 4,2% minna en í sama mánuði í fyrra. Heildarsalan á mjólk á tólf mánaða tímabili var 37.912 tonn, sem er 2,1% minna en seldist frá janúarlokum 2019 til janúarloka 2020.

Töluverður samdráttur í rjómasölu í janúar

Sala á rjóma dróst umtalsvert saman í janúar síðastliðnum miðað við janúar 2020, þegar áhrif af COVID-19 var ekki farið að gæta. Var salan nú 208 tonn og nam samdrátturinn 12% á milli ára. Heildarsalan frá janúarlokum 2020 til janúarloka 2021 nam 3,2%. Heildarsamdrátturinn í rjómasölunni var þó ekki nema 0,8% á árinu 2020.

16,8% samdráttur í skyrsölu í janúar 2021 miðað við 2020

Þá dróst salan á skyri um 16,8% í janúar miðað við janúar 2020. Var salan nú 206 tonn í þessum mánuði, sem er 16,8% samdráttur á milli ára. Var heildarsamdrátturinn í skyrsölunni á árinu 2020, eins og fyrr segir, 10,7%.
Sala á viðbiti, þ.e. smjöri og skyldum vörum, nam 159 tonnum í janúar síðastliðnum. Það er 4,7% minni sala en í janúar 2020. Það er nokkuð sérstakt við söluna á viðbitinu að þar urðu töluverðar breytingar í magni á milli ára og virðist salan hafa verið 2.320 tonnum minni en árið áður. Samt nam lækkunin á sölunni í heildina í fyrra ekki nema 2,5%.

Osturinn mikilvægur í sölu mjólkurafurða

Fyrir utan mjólk og sýrðar vörur er ostur mest selda mjólkurafurðin. Seld voru 465 tonn af ostum í janúar síðastliðnum, sem þýðir samdrátt í þessum mánuði á milli ára upp á 5,5%. Heildarsalan á ostum frá janúarlokum 2020 til janúarloka 2021 nam 5.967 tonnum, sem er 3,4% samdráttur í sölu frá árinu 2019.

Nokkru minna var selt af dufti í janúar nú en árið áður, eða 98 tonn, sem gerir 9,6% samdrátt. Yfir 12 mánaða tímabil voru seld 1.134 tonn, sem er 3% minna en árið áður. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...