Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Guðmundur Harðarson kartöflubóndi í Önnuparti í Þykkvabæ með gullauga undan skemmdum kartöflugrösum.
Guðmundur Harðarson kartöflubóndi í Önnuparti í Þykkvabæ með gullauga undan skemmdum kartöflugrösum.
Fréttir 16. ágúst 2017

Næturfrost skemmdi kartöflugrös í Þykkvabæ

Höfundur: Vilmundur Hansen

Næturfrost í Þykkvabæ um síðustu helgi skemmdi talsvert að kartöflugrösum og mun þannig draga úr uppskeru í haust. Að sögn kartöflubónda í Önnuparti er hætta á meira næturfrosti í kortunum og því hættulegir daga framunda.

Guðmundur Harðarson kartöflubóndi í Önnuparti segir að meiri hluti kartöflugarða Þykkbæinga hafi orðið fyrir einhverjum skemmdum í næturfrosti um síðustu helgi. Sjálfur ræktar Guðmundur kartöflur á 30 hekturum í tólf görðum og segir hann að af þeim séu skemmdir í ellefu. „Skemmdirnar eru mismiklar, allt frá því að vera smávægilegar í að vera mjög miklar.“

Að sögn Guðmundar er allt of snemmt að gera sér en grein fyrir hversu mikið fjárhagslegt tjón vegna frostsins er en að hans sögn gæti það verið um 20% uppskerunnar ef ekki verða frekari áföll.

Mismiklar skemmdir
„Garðurinn sem slapp er um tveir og hálfur hektari þannig að það sér mismikið á 27.5 hekturum hjá mér. Skemmdirnar valda því að undirvöxturinn verður hægari hér eftir og ekkert sem má koma upp á til sprettan verði enn minni og uppskeran lítið. Reyndar er sýnt nú þegar að uppskeran verður minni vegna frostsins en ef allt gengur að óskum getur hún orðin sæmileg.

Garðar sem eru út við Hólsárbakka og sunnan við byggðina sluppu best en garðar ofar í landinu fóru verst.

Það er kartöflugarður nánast við hliðina á sjálfvirku veðurstöðin í Þykkvabæ sem er í túnfætinum hjá mér við Önnupart. Sá garður er svo til alveg óskemmdur og veðurstöðin sýnir skaðlítið frost og það sýnir að frostið hefur verið harðar ofar í landinu.“

Skemmdir sem draga úr uppskeru
Guðmundur segir að grösin sem skemmdust í frostinu jafni sig ekki. „Ég er hræddur um það séu hættulegir daga framunda sem geti valdið enn meiri skemmdu á grösunum.“

Yrkin sem Guðmundur ræktar eru gullauga, rauðar íslenskar, premier og milva og segir hann engan mun eftir yrkju hvað skemmdir varðar.

„Ég kíkti sumstaðar undir grös sem hafa fallið og kartöflurnar enn fremur litlar. Sú stærsta af gullauga skreið varla í 50 millimetra.“

Lítið farinn að taka upp
„Fram til þessa hef ég eingöngu tekið upp kartöflur sem hafa verið ræktaðar undir plasti og til að afgreiða pantanir á sumarmarkað.“

Guðmundur segir að skemmdir eins og garðarnir í Þykkvabæ hafa orðið fyrir seinki fyrir upptöku kartafla í haust vegna þess að vöxturinn er hægari. „Ef við aftur á móti fáum á okkur meira frost og grösin gjörfalla breytist staðan. Að vísu er ágætt að kartöflur geymist í jörðinni í viku eða hálfan mánuð eftir að grösin fall áður en þær eru teknar upp. Hýðið verður sterkara og það sér minna á kartöflunum og þær verða fallegri í hillum verslananna fyrir vikið.“

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...