Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Metangasknúna New Holland T6 dráttarvélin sem kynnt var í Bretlandi fyrir skömmu.
Metangasknúna New Holland T6 dráttarvélin sem kynnt var í Bretlandi fyrir skömmu.
Mynd / New Holland
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

Höfundur: Hörður Kristjánsson

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum og fékk nýlega hin eftirsóknarverðu sjálfbærniverðlaun „Tractor of the Year 2022 Sustainable“. Fær fyrirtækið þau verðlaun fyrir New Holland T6 Metan dráttarvélina sem vakið hefur  töluverðan áhuga meðal breskra sem íslenskra bænda.

Vélin í T6 Metan skilar sama afli og dísilútgáfan sem er orðin vel þekkt hér á landi. Þessi metan mótor er sex strokka og skilar 180 hestöflum og er með aflauka. Þetta er jafnframt fyrsta 100% metanknúna dráttarvél í heimi sem ætluð er fyrir almennan markað. Þá hefur verið lokið úttekt á vélinni erlendis undir skilyrðum „Energy Independent Farm“ kerfisins.

New Holland T6 Metan úti á akrinum.

Vélin kynnt á sýningu í Basildon í Bretlandi

New Holland Agriculture stóð fyrir sýningu á vélinni  fyrir skömmu í verksmiðju sinni í Basildon í Bretlandi. Var það í tengslum við verkefnið „Low Carbon Tractor Project“ (LOCT), sem fékk styrk frá Advanced Propulsion Center (APC). Markmiðið var að gjörbylta búskaparháttum með því að þróa lágkolefnis-dráttarvélatækni sem nýtir lífmetan. Þannig er hugsunin að nýta úrgang frá landbúnaðarframleiðslu til framleiðslu á metangasi til að draga úr losun koltvísýrings í landbúnaði. Um leið er brennt metangasi sem annars færi út í andrúmsloftið.

LOCT verkefnið er afrakstur vinnu New Holland við þróun metantækni fyrir landbúnað, sem hófst með fyrstu frumgerð dráttarvélar sem kynnt var árið 2013. Með þessu verkefni hefur vörumerkið á síðustu fjórum árum lokið þróun á fyrstu metanknúnu dráttarvélinni í heiminum sem tilbúin er til notkunar í landbúnaði. New Holland Methane Power Tractor hóf raðframleiðslu á vélinni í Basildon verksmiðjunni í júní 2021. 

Hugsunin er að bændur safni því sem fellur til t.d. við grænmetis-, gras- og kornrækt og nýtist ekki í annað og setji það í gerjunartanka til framleiðslu á metangasi. Gasið nýtist svo til að knýja dráttarvélar búsins. Þannig er hægt að auka sjálfbærnina til mikilla muna um leið og kolefnissporið minnkar. 

Ávinningur fyrir bændur og loftslagsbaráttuna

„Í dag erum við stolt af því að vera tilbúin að setja á markað fyrstu metan-knúnu dráttarvélina í heiminum og það hefur verið hægt með dýrmætum stuðningi APC, sem hefur hjálpað okkur á leiðinni að þessum árangri. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim fyrir þeirra þátt í að láta þetta gerast.

Við sjáum mikla möguleika fyrir þessa tækni sem lausn sem færir bændum umhverfislegan og fjárhagslegan ávinning á sama tíma og hún stuðlar að því að draga úr kolefnisfótspori landbúnaðar,“ sagði Sean Lennon, varaforseti New Holland í Evrópu.

Á sýningunni gáfu verkefnis­stjórar frá APC, New Holland og samstarfsfélaga Zircotec og Eminox, yfirlit yfir áætlanir fyrir þessa tækni. Gestir á viðburðinum voru fulltrúar frá bændasamtökum, umhverfissamtökum, viðskipta­samtökum, iðngreinum og samtökum frumkvöðla.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...