Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Verðlaunahafarnir með verðlaunagripina. Frá vinstri: Sigríður Jónsdóttir á Fossi, Ólafur Stefánsson í Hrepphólum og Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML.
Verðlaunahafarnir með verðlaunagripina. Frá vinstri: Sigríður Jónsdóttir á Fossi, Ólafur Stefánsson í Hrepphólum og Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML.
Mynd / Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir.
Fréttir 8. apríl 2024

Nítján kúabú í Hrunamannahreppi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Á aðalfundi Nautgriparæktarfélags Hrunamanna nýlega voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur bænda.

Sigríður Jónsdóttir á Fossi tók við verðlaunum fyrir ræktunarbú ársins, Ólafur Stefánsson í Hrepphólum tók við verðlaunum fyrir afurðahæsta búið og afurðahæstu kúna, Skellu 1106 frá Hrepphólum, sem mjólkaði 13.922 kg.

Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML, tók svo við Huppuhorninu fyrir hönd Björgvins Viðars og Margrétar Hrundar Arnarsdóttur í Dalbæ 1 fyrir efnilegustu kvíguna, Drottningu 922. Að fundi loknum var félagsmönnum boðið að kíkja í fjósið í Túnsbergi.

Nautgripafélag Hrunamanna er 120 ára gamalt í ár. Stjórn þess skipa þau Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir í Birtingaholti, Björgvin Viðar Jónsson í Dalbæ og Marta Esther Hjaltadóttir á Kópsvatni. Í Hrunamannahreppi eru nítján kúabú og af þeim eru fjórtán með mjaltaþjón eða mjaltaþjóna.

Þessi bú lögðu inn að meðaltali 394.434 lítra af mjólk á síðasta ári. Meðalafurðir eftir árskú voru 6.829 lítrar.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...