Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Verðlaunahafarnir með verðlaunagripina. Frá vinstri: Sigríður Jónsdóttir á Fossi, Ólafur Stefánsson í Hrepphólum og Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML.
Verðlaunahafarnir með verðlaunagripina. Frá vinstri: Sigríður Jónsdóttir á Fossi, Ólafur Stefánsson í Hrepphólum og Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML.
Mynd / Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir.
Fréttir 8. apríl 2024

Nítján kúabú í Hrunamannahreppi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Á aðalfundi Nautgriparæktarfélags Hrunamanna nýlega voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur bænda.

Sigríður Jónsdóttir á Fossi tók við verðlaunum fyrir ræktunarbú ársins, Ólafur Stefánsson í Hrepphólum tók við verðlaunum fyrir afurðahæsta búið og afurðahæstu kúna, Skellu 1106 frá Hrepphólum, sem mjólkaði 13.922 kg.

Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML, tók svo við Huppuhorninu fyrir hönd Björgvins Viðars og Margrétar Hrundar Arnarsdóttur í Dalbæ 1 fyrir efnilegustu kvíguna, Drottningu 922. Að fundi loknum var félagsmönnum boðið að kíkja í fjósið í Túnsbergi.

Nautgripafélag Hrunamanna er 120 ára gamalt í ár. Stjórn þess skipa þau Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir í Birtingaholti, Björgvin Viðar Jónsson í Dalbæ og Marta Esther Hjaltadóttir á Kópsvatni. Í Hrunamannahreppi eru nítján kúabú og af þeim eru fjórtán með mjaltaþjón eða mjaltaþjóna.

Þessi bú lögðu inn að meðaltali 394.434 lítra af mjólk á síðasta ári. Meðalafurðir eftir árskú voru 6.829 lítrar.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...