Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Sauðfjárslátrun verður aflögð á Höfn á vegum Norðlenska í haust að óbreyttu.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Sauðfjárslátrun verður aflögð á Höfn á vegum Norðlenska í haust að óbreyttu.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 20. apríl 2016

Norðlenska hættir rekstri sláturhússins á Höfn

Höfundur: smh
Eins og greint var frá á dögunum hefur Norðlenska ákveðið að hætta rekstri sláturhússins á Höfn í Hornafirði. Stjórn Norðlenska tilkynnti stjórn Sláturfélagsins Búa, sem á um 70 prósent í sláturhúsinu, um þetta í byrjun mars; að sauðfjárslátrun yrði ekki á þeirra vegum á Höfn í næstu sláturtíð.  
 
Á Höfn í Hornafirði er starfrækt sauðfjár- og stórgripasláturhús í gömlu frystihúsi við höfnina sem breytt var í sláturhús. Um 34 þúsund fjár var slátrað á Höfn í síðustu sláturtíð.
 
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir að ekki sé gert ráð fyrir slátrun sauðfjár á vegum Norðlenska á Höfn haustið 2016, að óbreyttu. 
 
„Slátrun á Höfn hefur verið um 50 prósent dýrari en slátrun í slátur­húsi félagsins á Húsavík. Miðað við núverandi stöðu á kjötmarkaði eru stjórnendur og stjórn Norðlenska nauðbeygð til að leita allra leiða til að draga úr kostnaði til að standa vörð um eign hluthafa í félaginu, þar sem eru yfir 500 bændur.
 
Við teljum að þessar breytingar séu óumflýjanlegar og staðan á kjötmarkaði þvingi fram hagræðingu í greininni,“ segir Ágúst.
 
Stórgripaslátrun óbreytt um sinn
 
Í tilkynningu á vef Norðlenska er svo greint frá því að Norðlenska geri ráð fyrir því að slátra því sauðfé sem bændur á svæðinu óska eftir að leggja inn hjá félaginu í komandi sláturtíð, í sláturhúsi félagsins á Húsavík.
 
„Unnið er að málinu í samvinnu við Sláturfélagið Búa, sem er meðeigandi í sláturhúsinu með Norðlenska. Fundað verður með bændum á svæðinu á næstu vikum og haft samband við alla innleggjendur varðandi breytt fyrirkomulag.
 
Norðlenska er að leita leiða til að tryggja innleggjendum stórgripa hjá félaginu slátrun og þjónustu til frambúðar.  Stórgripaslátrun verður starfrækt með óbreyttu sniði á Höfn fyrst um sinn.
 
Mikilvægt er að bændur sem lagt hafa inn sauðfé til slátrunar hjá Norðlenska á Höfn geri grein fyrir áætluðu innleggi sínu til félagsins á komandi hausti sem fyrst,“ segir í tilkynningunni.
 
Heimamenn fóru yfir málin með bæjarstjórn Hornafjarðar á fundi þann 17. mars, en engin tíðindi voru af þeim fundi.
 
Aðalfundur Búa var haldinn 6. apríl síðastliðinn og þar var kosin ný stjórn sem mun taka ákvörðun um næstu skref í málinu.

Skylt efni: sláturhús

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...