Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Laburnum anagyroides er meðal þeirra trjátegunda sem bannað var að kynna og selja í Noregi frá og með síðustu áramótum.
Laburnum anagyroides er meðal þeirra trjátegunda sem bannað var að kynna og selja í Noregi frá og með síðustu áramótum.
Fréttir 5. febrúar 2021

Norðmenn banna nokkrar tegundir framandi plantna

Höfundur: ehg

Frá og með 1. janúar var bannað að kynna, selja og setja út níu plöntutegundir í Noregi, þar á meðal tvær tegundir gullregns, balsamösp ásamt þremur tegundum mispla.

„Framandi tegundir geta verið mikil ógn við líffræðilega fjölbreytni og fer vaxandi. Ákveðnar tegundir flytja úr landi og koma í stað plantna og dýra á ákveðnum svæðum og bann er strangt tæki sem á að tryggja að við lágmörkum tap á náttúrunni og þeim samfélagslega kostnaði sem getur orðið þegar innleiddar eru framandi tegundir,“ segir loftslags- og umhverfisráðherra Noregs, Sveinung Rotevatn.

Nú um áramótin voru fimm ár síðan reglugerðin um framandi lífverur tók gildi. Þrátt fyrir að nokkrar plöntutegundir hafi verið bannaðar fyrir fimm árum var ákveðið að bannið við ákveðnum tegundum myndi frestast. Þetta var gert vegna þess að framleiðsla á runnum og trjám krefst mikils tíma þannig að garðyrkjuskólar og greinin í heild fékk tíma til að aðlagast breyttum reglum.

Eftirfarandi tegundir voru bannaðar í Noregi frá og með 1. janúar 2021:

Sólbroddur (Berberis thunbergii)
Hyrnitegundin (Swida sericea)
Alpagullregn (Laburnum alpinum)
Gullregn (Laburnum anagyroides)
Þrjár tegundir af mispli (Cotoneaster dielsianus, C. divaricatus, C. monopyrenus)
Balsamösp (Populus balsamifera)
Víðitegund (Salix x fragilis)

Skylt efni: Noregur gróður

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...