Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ný kynslóð af Fjárvís opnuð
Fréttir 31. mars 2015

Ný kynslóð af Fjárvís opnuð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í morgun opnaði ný kynslóð af Fjárvís á léninu fjarvis.is. Einnig er hægt að opna forritið beint í gegnum Bændatorgið.  

Skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt hefur tekið miklum breytingum eins og notendur munu verða varir við. Mikil vinna hefur verið lögð í þróun þessa nýja kerfis á undanförnum árum í tölvudeild Bændasamtakanna í samvinnu við ráðunauta RML. Notendur eru hvattir til að skrá sig inní kerfið sem allra fyrst, kynna sér vel möguleika þess og þær nýjungur sem það hefur upp á að bjóða.


Eftir páska verða kynningarfundur um notkun þess um allt land. Tölvudeild Bændasamtaka Íslands hefur samið við RML um kynningar og innleiðingu kerfisins meðal bænda. Kynningarfundir verða auglýstir betur síðar og notendur hvattir til að fylgjast með hvenær fundur verður á þeirra svæði.

Allar nánari upplýsingar um kerfið eru veittar hjá RML í síma 516-5000. Eins má senda fyrirspurnir á netfangið fjarvis@rml.is.
 
Á forsíðu kerfisins má finna stuttar leiðbeiningar um helstu breytingar. Ítarlegri leiðbeiningar munu verða til á næstu vikum og mánuðum.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...