Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ný kynslóð af Fjárvís opnuð
Fréttir 31. mars 2015

Ný kynslóð af Fjárvís opnuð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í morgun opnaði ný kynslóð af Fjárvís á léninu fjarvis.is. Einnig er hægt að opna forritið beint í gegnum Bændatorgið.  

Skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt hefur tekið miklum breytingum eins og notendur munu verða varir við. Mikil vinna hefur verið lögð í þróun þessa nýja kerfis á undanförnum árum í tölvudeild Bændasamtakanna í samvinnu við ráðunauta RML. Notendur eru hvattir til að skrá sig inní kerfið sem allra fyrst, kynna sér vel möguleika þess og þær nýjungur sem það hefur upp á að bjóða.


Eftir páska verða kynningarfundur um notkun þess um allt land. Tölvudeild Bændasamtaka Íslands hefur samið við RML um kynningar og innleiðingu kerfisins meðal bænda. Kynningarfundir verða auglýstir betur síðar og notendur hvattir til að fylgjast með hvenær fundur verður á þeirra svæði.

Allar nánari upplýsingar um kerfið eru veittar hjá RML í síma 516-5000. Eins má senda fyrirspurnir á netfangið fjarvis@rml.is.
 
Á forsíðu kerfisins má finna stuttar leiðbeiningar um helstu breytingar. Ítarlegri leiðbeiningar munu verða til á næstu vikum og mánuðum.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...