Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Auður Kjartansdóttir.
Auður Kjartansdóttir.
Mynd / Aðsend
Fréttir 17. ágúst 2020

Nýr framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur

Höfundur: Ritstjórn
Auður Kjartansdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auður er með B.S. gráðu í landfræði, cand. mag gráðu í land­fræðilegum upplýsingakerfum og meistaragráðu í forystu og stjórnun.
 
Hátt í þriðja tug umsókna barst um starf framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur þegar það var auglýst í vor.
 
Auður hefur starfað sem sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands frá árinu 2005. Einnig hefur Auður starfað við leiðsögn og verið fjallaleiðsögumaður á helstu fjöllum landsins um árabil. Hún var verkefnisstjóri hjá Héraðsskógum og hefur verið fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands um árabil. Auður kom að stofnun Ferðafélags barnanna og sat í stjórn þess á upphafsárum félagsins. Einnig hefur hún verið yfirkennari Björgunarskólans á sviði snjóflóða og haft umsjón með fjölda námskeiða um útivist. Auður er gift Páli Guðmundssyni og eiga þau saman tvö börn.
 
Auður tekur við starfi fram­kvæmdastjóra af Helga Gíslasyni, sem ráðinn hefur verið sveitarstjóri Fljótsdalshrepps.
 
Skógræktarfélag Reykjavíkur eru félagasamtök með nær 2.000 félagsmenn. Upplýsingar um félagið og starfsemina má nálgast á www.heidmork.is.
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...