Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Auður Kjartansdóttir.
Auður Kjartansdóttir.
Mynd / Aðsend
Fréttir 17. ágúst 2020

Nýr framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur

Höfundur: Ritstjórn
Auður Kjartansdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auður er með B.S. gráðu í landfræði, cand. mag gráðu í land­fræðilegum upplýsingakerfum og meistaragráðu í forystu og stjórnun.
 
Hátt í þriðja tug umsókna barst um starf framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur þegar það var auglýst í vor.
 
Auður hefur starfað sem sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands frá árinu 2005. Einnig hefur Auður starfað við leiðsögn og verið fjallaleiðsögumaður á helstu fjöllum landsins um árabil. Hún var verkefnisstjóri hjá Héraðsskógum og hefur verið fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands um árabil. Auður kom að stofnun Ferðafélags barnanna og sat í stjórn þess á upphafsárum félagsins. Einnig hefur hún verið yfirkennari Björgunarskólans á sviði snjóflóða og haft umsjón með fjölda námskeiða um útivist. Auður er gift Páli Guðmundssyni og eiga þau saman tvö börn.
 
Auður tekur við starfi fram­kvæmdastjóra af Helga Gíslasyni, sem ráðinn hefur verið sveitarstjóri Fljótsdalshrepps.
 
Skógræktarfélag Reykjavíkur eru félagasamtök með nær 2.000 félagsmenn. Upplýsingar um félagið og starfsemina má nálgast á www.heidmork.is.
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...