Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Víðáttumiklar framræslur í Þykkvabæ á Suðurland.
Víðáttumiklar framræslur í Þykkvabæ á Suðurland.
Mynd / Kortavefsjá LbhÍ.
Fréttir 10. desember 2021

Nýr skurðauppdráttur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Innan Landbúnaðarháskóla íslands (LbhÍ) hefur verið unnið að nýju korti yfir framræsluskurði á landinu. Eldri uppdráttur er til frá árinu 2009.

Ástæða kortlagningarinnar er þörf fyrir mat á umfangi framræstra svæða í skilum til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.

Framræst land er sú landgerð sem losar langmest af gróðurhúsalofttegundum og því er afar mikilvægt að hafa góðar upplýsingar um flatarmál framræstra svæða.

Skurðakortin ásamt ýmsum öðrum landfræðilegum gögnum hafa verið nýtt til að áætla hversu stórt framræsta landið er.

Tímabært var orðið að uppfæra eldra skurðakort. Bæði hafa loft- og gervihnattamyndir orðið mun betri svo auðveldara er að greina skurðina á myndunum og eins hefur skurðakerfið breyst á þessum tíma. Hægt er að skoða kortið á vefsjá skólans lbhi.is Kortavefsjá og hlaða því niður af vef Landmælinga Íslands, Skurðakort.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...