Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Það var Hermann Ingi Gunnarsson sem mælti fyrir málinu, fyrir hönd félagsmálanefndar Búnaðarþings 2021.
Það var Hermann Ingi Gunnarsson sem mælti fyrir málinu, fyrir hönd félagsmálanefndar Búnaðarþings 2021.
Mynd / smh
Fréttir 23. mars 2021

Nýtt félagskerfi Bændasamtaka Íslands samþykkt á Búnaðarþingi

Höfundur: smh

Rétt í þessu, eftir hádegishlé á Búnaðarþingi 2021, var samþykkt að breyta félagskerfi landbúnaðarins með þeim hætti að Bændasamtök Íslands (BÍ) og búgreinafélögin sameinast undir merkjum BÍ. Málið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Búnaðarsamböndin verða aðildarfélög BÍ með skilgreind hlutverk og BÍ byggð upp af deildum búgreina. Þrjú aðildarfélög; VOR, Beint frá býli og Samtök ungra bænda, munu starfa þvert á búgreinar.

Markmiðið með breytingunum er á ná aukinni skilvirkni í félagskerfinu og eflingu hagsmunagæslu í landbúnaði.

Hver búgrein mun halda Búgreinaþing, en á Búnaðarþingi verða stærri mál tekin fyrir sem snerta heildarhagsmuni þar sem 63 fulltrúar sitja. Fulltrúar búgreina verða 54, félög þvert á búgreinar kjósa einn fulltrúa og búnaðarsambönd  eiga samtals sex fulltrúa – einn frá hverju svæði.

Í greinargerð með málinu er því beint til þeirra aðildarfélaga sem hyggjast sameinast Bændasamtökum Íslands að gera nauðsynlegar ráðstafanir og breytingar á sínum samþykktum svo sameiningin megi ganga í gegn um mitt ár 2021. Stefnt er að því að nýjar samþykktir BÍ, þingsköp Búnaðarþings og Búgreinaþings verði lagt fyrir til samþykktar á aukabúnaðarþingi 10. júní 2021.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...