Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Halldór Þorgeirsson.
Halldór Þorgeirsson.
Fréttir 4. júní 2024

Nýtt loftslagsráð tekur til starfa

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýtt loftslagsráð hefur verið skipað af Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Loftslagsráð er nú skipað níu fulltrúum sem hafa reynslu og þekkingu af loftslagsmálum og hefur það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir og markmið Íslands sem tengjast loftslagsmálum. Frá þessu greinir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Halldór Þorgeirsson, fyrrum yfirmaður hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC), er áfram skipaður formaður ráðsins og Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, er áfram varaformaður.

Auk þeirra sitja í ráðinu Halldór Björnsson loftslagsfræðingur, Helga J. Bjarnadóttir sviðsstjóri hjá Eflu, Stefán Þ. Eysteinsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, Auður A. Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, Bjarni M. Magnússon prófessor, Bjarni D. Sigurðsson prófessor og Þorgerður M. Þorbjarnardóttir jarðfræðingur. Varamenn eru Helga Ögmundardóttir dósent og Ingibjörg S. Jónsdóttir prófessor. Í ráðinu eiga einnig sæti fulltrúar atvinnulífsins, háskóla- samfélagsins, sveitarfélaga og umhverfisverndarsamtaka, auk annarra fulltrúa sem nauðsynlegt er talið að eigi þar sæti.

Loftslagsráð var fyrst sett á fót á grundvelli þingsályktunar 2018 og aftur 2019 í kjölfar breytinga á lögum um loftslagsmál.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að hlutverk loftslagsráðs skuli tekið til endurskoðunar, með aukinni áherslu á ráðgefandi hlutverk og vísindastarf, auk aðhalds- og eftirlitshlutverks gagnvart stjórnvöldum. Þeirri endurskoðun er nú lokið.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...