Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Halldór Þorgeirsson.
Halldór Þorgeirsson.
Fréttir 4. júní 2024

Nýtt loftslagsráð tekur til starfa

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýtt loftslagsráð hefur verið skipað af Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Loftslagsráð er nú skipað níu fulltrúum sem hafa reynslu og þekkingu af loftslagsmálum og hefur það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir og markmið Íslands sem tengjast loftslagsmálum. Frá þessu greinir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Halldór Þorgeirsson, fyrrum yfirmaður hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC), er áfram skipaður formaður ráðsins og Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, er áfram varaformaður.

Auk þeirra sitja í ráðinu Halldór Björnsson loftslagsfræðingur, Helga J. Bjarnadóttir sviðsstjóri hjá Eflu, Stefán Þ. Eysteinsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, Auður A. Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, Bjarni M. Magnússon prófessor, Bjarni D. Sigurðsson prófessor og Þorgerður M. Þorbjarnardóttir jarðfræðingur. Varamenn eru Helga Ögmundardóttir dósent og Ingibjörg S. Jónsdóttir prófessor. Í ráðinu eiga einnig sæti fulltrúar atvinnulífsins, háskóla- samfélagsins, sveitarfélaga og umhverfisverndarsamtaka, auk annarra fulltrúa sem nauðsynlegt er talið að eigi þar sæti.

Loftslagsráð var fyrst sett á fót á grundvelli þingsályktunar 2018 og aftur 2019 í kjölfar breytinga á lögum um loftslagsmál.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að hlutverk loftslagsráðs skuli tekið til endurskoðunar, með aukinni áherslu á ráðgefandi hlutverk og vísindastarf, auk aðhalds- og eftirlitshlutverks gagnvart stjórnvöldum. Þeirri endurskoðun er nú lokið.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...