Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Of sjaldan er verðlaunað fyrir það sem vel er gert
Fréttir 21. október 2020

Of sjaldan er verðlaunað fyrir það sem vel er gert

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is

Í þessum pistlum hér hefur verið farið úr einu í annað, en oftar en ekki miðast skrifin við þá umræðu sem er í gangi hverju sinni í þjóðfélaginu. COVID-19 umgangspestin hefur fengið meiri umfjöllun það sem af er ári en nokkur manneskja hefði viljað. 

Framan af ári var mikið horft til Íslands fyrir hvað okkur gekk vel að halda smitum frá landinu. Á haustmánuðum kom svo áfallið, gífurleg aukning á smitum á suðvesturhluta landsins, fólki ráðlagt að forðast heimsóknir utan af landi til Reykjavíkur og nágrennis.

Hertar sóttvarnaraðgerðir um allt land!

Síðastliðinn mánudag voru sóttvarnarreglur hertar verulega, fólk beðið um að vera með grímur og gæta sérstaklega vel að sóttvarnarreglum. Ástæðan er sú að fólk fór óvarlega, fylgdi ekki eftir þeim tilmælum um margmenni, hreinlæti og sóttvarnir á höfuðborgarsvæðinu. 

Það grátlega við þessar hertu reglur er að á Norðvestur-, Norðaustur- og Austurlandi hefur fólk farið varlega og fylgt að mestu ýtrustu leiðbeiningum um fjarlægð, samskipti og sóttvarnir, en fær ekki að njóta þess.

Grátlegt að horfa upp á að fólki sé refsað fyrir gjörðir annarra

Á fyrrnefndum landshlutum eru nánast engin smit í gangi, fáir í einangrun, en samt á allt Norðurland og Austurland að gjalda fyrir kæruleysi höfuðborgarsvæðisins. Eðlilega finnst manni þetta mikið óréttlæti og engin furða að einhver mest deilda færsla af Facebook um síðustu helgi er frá Hjálmari Boga á Húsavík og byrjar svona (birt með leyfi Hjálmars ásamt mynd með Facebook-færslunni):

„Íslendingar voru ein fyrsta þjóðin til að skilgreina skíðasvæði í Ölpunum sem hættusvæði vegna COVID-19. Svæðið náði til landsvæða innan Austurríkis og Ítalíu. Við skilgreindum ekki allt Austurríki eða alla Ítalíu sem hættusvæði. Við töldum okkur vita hvaðan uppruni mestu áhættunnar var. Síðar breyttust skilgreiningar. Veiran er nú í vexti og sannarlega ástæða til að bregðast. Í Barcelona, annarri stærstu borginni á Spáni þar sem búa rúmlega fimm milljónir manna, er fólki bannað að yfirgefa borgarsvæðið vegna fjölda smita þar. Á Bretlandseyjum hafa menn lokað völdum borgum og bæjum í ákveðinn tíma til að ná tökum á útbreiðslu veirunnar.

Almannavarnir hugðust litakóða landsvæði á Íslandi eftir hættunni af smiti af völdum COVID-19. Af því hefur ekki orðið, því miður. Nú eru langmestar líkur á að smitast á höfuðborgarsvæðinu. Þar er massinn af fólkinu. Ákvarðanir yfirvalda taka gjarnan mið af massanum. Enda er mest hættan þar. Annars staðar er hún mun minni. Við verðum að taka tillit til aðstæðna á hverju landsvæði fyrir sig og taka mið af raunveruleikanum á hverjum stað. Norðaustan gulu línunnar er ekki þörf á eins hertum reglum og eru boðaðar. Almennar reglur til að ná utan um sértæk atriði missir marks. Beinum sjónum okkar að vandanum til að leysa hann – ekki gera hann almennan.“

Hefði haldið að verðlaun fyrir góðan árangur væri hvatning til betri árangurs annarra

Ef Norðvestur-, Norðaustur- og Austurland fengju umbun fyrir góðan árangur þá hefði ég haldið að ef landinu hefði verið skipt upp í hluta væri það merki um að á þeim stöðum sem fjöldi á samkomum væri meiri, líkamsræktarstöðvar opnar og áhorfendur á kappleikjum væru leyfðir væri það öfundsvert fyrir þá sem verr standa sig. 

Auðvitað á að verðlauna þá sem standa sig vel, en ekki refsa fyrir það sem vel er gert.

Skylt efni: COVID-19 | almannavarnir

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...