Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Um síðustu áramót tóku gildi reglur sem heimila innflutning á hráu ófrosnu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneyddri mjólk frá Evrópska efnahagssvæðinu.
Um síðustu áramót tóku gildi reglur sem heimila innflutning á hráu ófrosnu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneyddri mjólk frá Evrópska efnahagssvæðinu.
Fréttir 20. maí 2020

Ófrosið kjöt flutt inn í fjórum sendingum frá áramótum

Um síðustu áramót tóku gildi reglur sem heimila innflutning á hráu ófrosnu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneyddri mjólk frá Evrópska efnahagssvæðinu. Frá þeim tíma hafa fjórar sendingar af ófrosnu kjöti verið fluttar inn til landsins. Tekin voru sýni úr þessum sendingum til að kanna hvort kjötið væri salmonellusýkt, en reyndust þau öll neikvæð. Öll tilskilin vottorð og skjöl fylgdu sendingunum.
 
Með breytingunum á innflutnings­reglum er leyfis­veitingakerfi Matvæla­stofnunar um innflutning á þessum vörum lagt niður. Ábyrgðin á innflutningnum færist yfir á innflutningsfyrirtækin sjálf, en opinber vöktun er þó með salmonellu í innfluttum kjötafurðum og eggjum – og með kampýlóbakter í innfluttu alifuglakjöti.
 
Í umfjöllun á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er greint frá samantekt Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna innflutningsins frá áramótum. Þar kemur fram að samantektin sé unnin í tengslum við átaksverk­efni um aukið eftirlit sem hófst samhliða afnámi leyfisveitingakerfisins. 
 
Sýni tekin úr sérhverri sendingu
 
„Á árinu 2020 hafa 21 fyrirtæki flutt inn kjötvörur sem falla undir viðbótartryggingar en í því felst að tekin hafa verið sýni úr sérhverri sendingu á kjúklingakjöti, kalkúnakjöti, eggjum, svínakjöti og nautakjöti og þau rannsökuð með tilliti til salmonellu. Alls hafa 130 sendingar verið skoðaðar sérstaklega á tímabilinu 1.janúar–2. apríl sl. Sendingarnar skiptust þannig að 43% þeirra var alifuglakjöt, 25% nautakjöt og 23% svínakjöt. Eina kjötið sem flutt hefur verið til landsins ófrosið er nautakjöt og aðeins einn innflutningsaðili hefur staðið að þeim innflutningi. Fjórar sendingar komu af ófrystu nautakjöti.
 
Eftirlitsaðilar yfirfara einnig öll skjöl og voru flest þeirra til staðar og reyndust rétt fyllt út. Nokkur tilfelli komu upp þar sem viðskiptaskjölum var ábótavant en brugðist var við þeim ábendingum. 
 
Leiðbeiningar hafa verið unnar fyrir eftirlitsaðila þar sem farið er yfir þær reglur sem gilda og hvernig framkvæmd eftirlits skuli háttað. Fyrirhugað er að halda kynningu fyrir alla eftirlitsaðila í landinu í maí 2020 þar sem farið verður yfir verkefnið, niðurstöður þess, leiðbeiningar og gátlista,“ segir í umfjöllun ráðuneytisins um samantektina.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...