Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Um síðustu áramót tóku gildi reglur sem heimila innflutning á hráu ófrosnu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneyddri mjólk frá Evrópska efnahagssvæðinu.
Um síðustu áramót tóku gildi reglur sem heimila innflutning á hráu ófrosnu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneyddri mjólk frá Evrópska efnahagssvæðinu.
Fréttir 20. maí 2020

Ófrosið kjöt flutt inn í fjórum sendingum frá áramótum

Um síðustu áramót tóku gildi reglur sem heimila innflutning á hráu ófrosnu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneyddri mjólk frá Evrópska efnahagssvæðinu. Frá þeim tíma hafa fjórar sendingar af ófrosnu kjöti verið fluttar inn til landsins. Tekin voru sýni úr þessum sendingum til að kanna hvort kjötið væri salmonellusýkt, en reyndust þau öll neikvæð. Öll tilskilin vottorð og skjöl fylgdu sendingunum.
 
Með breytingunum á innflutnings­reglum er leyfis­veitingakerfi Matvæla­stofnunar um innflutning á þessum vörum lagt niður. Ábyrgðin á innflutningnum færist yfir á innflutningsfyrirtækin sjálf, en opinber vöktun er þó með salmonellu í innfluttum kjötafurðum og eggjum – og með kampýlóbakter í innfluttu alifuglakjöti.
 
Í umfjöllun á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er greint frá samantekt Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna innflutningsins frá áramótum. Þar kemur fram að samantektin sé unnin í tengslum við átaksverk­efni um aukið eftirlit sem hófst samhliða afnámi leyfisveitingakerfisins. 
 
Sýni tekin úr sérhverri sendingu
 
„Á árinu 2020 hafa 21 fyrirtæki flutt inn kjötvörur sem falla undir viðbótartryggingar en í því felst að tekin hafa verið sýni úr sérhverri sendingu á kjúklingakjöti, kalkúnakjöti, eggjum, svínakjöti og nautakjöti og þau rannsökuð með tilliti til salmonellu. Alls hafa 130 sendingar verið skoðaðar sérstaklega á tímabilinu 1.janúar–2. apríl sl. Sendingarnar skiptust þannig að 43% þeirra var alifuglakjöt, 25% nautakjöt og 23% svínakjöt. Eina kjötið sem flutt hefur verið til landsins ófrosið er nautakjöt og aðeins einn innflutningsaðili hefur staðið að þeim innflutningi. Fjórar sendingar komu af ófrystu nautakjöti.
 
Eftirlitsaðilar yfirfara einnig öll skjöl og voru flest þeirra til staðar og reyndust rétt fyllt út. Nokkur tilfelli komu upp þar sem viðskiptaskjölum var ábótavant en brugðist var við þeim ábendingum. 
 
Leiðbeiningar hafa verið unnar fyrir eftirlitsaðila þar sem farið er yfir þær reglur sem gilda og hvernig framkvæmd eftirlits skuli háttað. Fyrirhugað er að halda kynningu fyrir alla eftirlitsaðila í landinu í maí 2020 þar sem farið verður yfir verkefnið, niðurstöður þess, leiðbeiningar og gátlista,“ segir í umfjöllun ráðuneytisins um samantektina.
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...