Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þröstur Heiðar Erlingsson, hér heima í kjötvinnslunni í Birkihlíð, er í aðgerðahópi bænda sem hyggjast slátra heima samkvæmt nýrri reglugerð.
Þröstur Heiðar Erlingsson, hér heima í kjötvinnslunni í Birkihlíð, er í aðgerðahópi bænda sem hyggjast slátra heima samkvæmt nýrri reglugerð.
Fréttir 11. júní 2021

Opið fyrir umsóknir um rekstur lítilla sauðfjár- og geitasláturhúsa

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur opnað fyrir umsóknir um rekstur lítilla sauðfjár- og geita­sláturhúsa í þjónustugátt sinni, samkvæmt reglugerð sem gefin var út 6. maí og heimilar slíkan rekstur.


Matvælastofnun hafði áður gefið út leiðbeiningar um slátrun í litlum geita- og sauðfjársláturhúsum, sem eiga að auðvelda þeim sem reka slík sláturhús að starfa eftir reglugerðinni.


Í kjölfarið heyrðust gagnrýnis­raddir úr aðgerðahópi bænda á endanlega mynd reglugerðarinnar, en hópurinn starfaði með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að vinnu við mótun hennar. Þeir telja að hún sé tyrfin og sé samin fyrir markaðssetningu á Evrópska efnahagssvæðinu en ekki sérstaklega fyrir heimamarkað eins og til stóð.

Sníða af mögulega vankanta

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur nú sett á fót samráðs­teymi til að tryggja sem besta fram­kvæmd reglu­gerðarinnar. Teymið er sett saman af fulltrúum ráðuneytisins og Matvæla­stofnunar.


„Hlutverk teymisins er að fylgja eftir og tryggja nauðsynlega yfirsýn á þessu fyrsta ári verkefnisins á grunni þeirrar reglugerðar sem ráðu­neytið hefur gefið út og leiðbeininga sem Matvælastofnun hefur birt. Í þessu felst m.a. að ræða stöðu umsókna um starfsleyfi hjá Matvælastofnun, sjá til þess að fyrirspurnum og umsóknum bænda verði svarað eins vel og skjótt og kostur er, tryggja að bændum standi til boða sú dýralæknaþjónusta sem regluverkið áskilur auk þess að ræða mögulega vankanta sem nauðsynlegt reynist að sníða af reglugerðinni eða af leiðbeiningabæklingnum,“ segir í bréfi ráðuneytisins til félaga í aðgerðahópnum.

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...