Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vilji bíllinn á miðjuakreininni komast á þá lengst til hægri ber honum að víkja þar sem að hann er að koma af aðrein en hinn er á aðalbraut.
Vilji bíllinn á miðjuakreininni komast á þá lengst til hægri ber honum að víkja þar sem að hann er að koma af aðrein en hinn er á aðalbraut.
Mynd / HLJ
Fréttir 1. júní 2021

Örlítið um umferðina og umferðarreglur sem margir misskilja

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Þeir sem vinna í vegköntum nota gjarnan gul blikkandi aðvörunarljós til að láta vita að þarna sé hugsanleg hætta, en því miður eru of fáir sem taka nokkuð mark á aðvöruninni og hægja ekkert á sér þegar þeir aka framhjá. Sjálfur þekki ég þetta mjög vel og hef mörgum sinnum þurft að leita hjálpar hjá lögreglunni til að vera með blá blikkandi ljós fyrir aftan mig til að verja mig við þessa vegkantavinnu mína.

Í áströlskum umferðarlögum er sérstök lesning um gul blikkandi viðvörunarljós, en þar segir m.a. að ekki megi keyra hraðar framhjá þeim en á 30 mílna hraða. Ekki má vera með gul blikkljós þegar umferðarhraða er náð og að þau megi bara nota til að láta vita að viðkomandi ökutæki er á hraða sem er undir löglegum hámarkshraða.

Hér á landi er of mikið um að maður sjái sérstaklega bílaflutningabíla í umferðinni með öll gul ljós blikkandi í almennri umferð á sama hraða og umferðin er.

Dráttarvélar eru margar hverjar með gulblikkandi ljós ofan á húsinu á dráttarvélinni sem sést vel, en ef verið er að draga vagn með það háa hleðslu að hleðslan skyggir á hús vélarinnar þá er sniðugt að vera með gulblikkandi ljós aftan á vagninum (hægt að fá svoleiðis ljós með rafhlöðum sem fest eru á með segli).

Í bílastæði Kringlunnar, þarna eiga þeir réttinn sem eru mér á hægri hönd og hafa bakkað í stæðin. Sá sem bakkar út úr stæði er alltaf í órétti gagnvart aðvífandi umferð.

Umferðarlög sem ekki allir virðast vita hvernig virka

Fyrir skemmstu var ég í hópi manna sem voru að tala um umferð og umferðarreglur, lög og rétt. Þar kom fram að einn úr hópnum hafði verið stöðvaður fyrir að gefa ekki eftir umferðarrétt, en hann hafði verið að koma keyrandi eftir aðrein þar sem við tók þriðja akreinin sem hann taldi vera lagalega sína akrein (var að koma af Miklubraut beygjandi inn á Reykjanesbraut við Sprengisand). Aðeins framar á miðjuakreininni var lögreglubíll sem gaf stefnuljós og vildi komast inn á akreinina sem hann var á. Hann hugsaði að löggan gæti bara hægt á og farið aftur fyrir sig, en þá komu blá ljós og honum vísað inn á bensínstöðvarplanið við gömlu hesthúsin þarna.

Honum var tjáð kurteislega af lögreglumönnunum að þar sem að hann væri að koma af hliðarakrein ætti hann að víkja og hægja á þar sem að bíll sem kæmi eftir aðalbrautinni ætti réttinn fyrir honum þar sem að bíllinn væri fyrir framan miðjan bílinn hjá honum. Ég kannaði þetta og fékk sama svarið hjá umferðarréttarfróðum manni.

Hér hefði mátt tengja ljósin, en traktorinn sem þetta hlass dró var með gult blikkandi ljós sem ég sá ekki fyrr en ég var kominn fram úr honum.

Hægrirétturinn virðist vefjast fyrir mörgum

Í sama spjalli sagðist einn hafa orðið hissa þegar hann var að keyra út úr bílastæði við stórmarkað sem hann hafði bakkað inn í, en þegar hann var að fara rólega af stað þá snarstoppaði bíll sem kom keyrandi honum á vinstri hönd. Hélt hann bílstjórann vera að stoppa fyrir sér til að fá stæðið sem var að losna, en honum til furðu þá kom bíllinn keyrandi á eftir honum. Nokkrum hundruðum metrum síðar stoppaði hann á öðru bílaplani og tók hann þá eftir að sá sem hafði stoppað fyrir honum var kominn þangað líka. Hann ákvað að spyrja af hverju hann hafi stoppað fyrir honum þarna á bílastæðinu. Ekki stóð á svarinu:

„Ég er ökukennari og tel mig kunna þokkalega umferðarreglur og rétt, en á öllum bílastæðum er varúð til hægri. Þú snerir rétt þar sem þú bakkaðir inn í stæðið og frá mér séð varst þú til hægri og áttir réttinn þar sem að þú varst að keyra áfram út úr stæðinu, en allir hinir bílarnir sneru öfugt og hefðu þurft að byrja að bakka út úr stæðunum. Þú ert alltaf í órétti þegar þú bakkar. Þess vegna kenni ég mínum nemendum að bakka alltaf í stæði þegar þeir leggja bíl.“

Ég bar þetta líka undir umferðarfróða manninn sem sagði þetta vera rétt, á öllum bílastæðum er varúð til hægri sé bíll að keyra áfram.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...