Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Örvar Ólafsson og Gylfi Orrason.
Örvar Ólafsson og Gylfi Orrason.
Mynd / Odd Stefán
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Örvar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem fjármálastjóri og tekur við af Gylfa Þór Orrasyni sem starfað hefur fyrir hagsmunasamtök bænda í tæp 40 ár.

Örvar er viðskiptafræðingur með fjölbreytta starfsreynslu úr fjármálageiranum, ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Hann hefur meðal annars starfað hjá Lánasjóði sveitarfélaga, Kóða og Glitni. Einnig hefur hann verið framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Fjallafélagið.

Örvar tekur til starfa í janúar á næsta ári, en Gylfi starfar fyrir BÍ fram yfir Búnaðarþing á næsta ári.

Byrjaði í sumarafleysingum

Gylfi telst vera með lengstu starfsreynsluna innan Bændasamtaka Íslands – og hann starfaði áður fyrir Framleiðsluráð landbúnaðarins.

„Ég kom fyrst til starfa við sumarafleysingar hjá Framleiðslu­ ráði landbúnaðarins árið 1979 og vann þar með skóla út árið 1981 og síðan í fullu starfi árin 1982 og 1983. Árið 1984 var ég hins vegar í fullu starfi í knattspyrnuskóla Fram og við þjálfun 6. flokks.

Árið 1985 var ég síðan ráðinn í fullt starf hjá Stéttarsambandi bænda við bókhalds­ og gjaldkerastörf – reyndar með stuttri viðkomu hjá Olís haustið 1984 fram á vor 1985. Við sameiningu Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags Íslands árið 1995 tók ég síðan við fullu starfi hjá Bændasamtökum Íslands, fyrst sem aðalbókari og síðan skrifstofu­ og fjármálastjóri frá og með árinu 2004,“ segir Gylfi.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...