Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Óðinn Örn, dýraeftirlitsmaður Matvælastofnunar á Suðurlandi, sem fylgist með velferð dýra. Hann hvetur fólk til að láta vita ef það veit um eitthvað óeðlilegt við umhirðu dýra, hvert tilfelli sé þá skoðað.
Óðinn Örn, dýraeftirlitsmaður Matvælastofnunar á Suðurlandi, sem fylgist með velferð dýra. Hann hvetur fólk til að láta vita ef það veit um eitthvað óeðlilegt við umhirðu dýra, hvert tilfelli sé þá skoðað.
Mynd / MHH
Fréttir 6. apríl 2016

Ósammála Sigurði dýralækni um slæma meðferð á útigangshrossum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Ég get ekki tekið undir þau orð Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis að útigangshross á Suðurlandi hafi það slæmt, þeim sé ekki gefið, þau hafi ekki skjól og hafi ekki vatn, ég hef ekki orðið var við þetta og vísa þessu á bug,“ segir Óðinn Örn Jóhannsson, dýraeftirlitsmaður Matvælastofnunar á Suðurlandi. 
 
Sigurður hefur gert mikið úr ástandi útigangshrossa síðustu vikur í fjölmiðlum og vísar þar helst í nokkra staði í kringum Selfoss.
 
„Helsti mælikvarðinn á velferð hrossa á útigangi er holdafarið en auk þess er litið til hárafars, almenns heilbrigðis og upplits hrossanna. Óhjákvæmilegt er að fóðurskortur eða illur aðbúnaður komi með tímanum niður á holdafari og útliti hrossanna. Til að tryggja samræmt mat á holdafari hrossa hefur verið gefinn út holdastigunarkvarði sem unnið hefur verið eftir undanfarinn áratug og reynst vel,“ segir  Óðinn Örn.  Í reglugerð um aðbúnað útigangshrossa kemur m.a. fram að hross skulu hafa aðgang að hreinu og ómenguðu drykkjarvatni eða snjó og að hross á útigangi hafi aðgang að skjóli allan ársins hring.

Skylt efni: aðbúnaður búfjár

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...