Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Uppboðshúsið Köbenhagen Fur í Danmörku hefur öðlast sess sem virtasta uppboðshús í skinnaiðnaði í heiminum. Þar hefur safnast upp mikil þekking og fagmennska í gegnum tíðina og ljóst að það mun hafa veruleg áhrif á skinnaiðnaðinn ef það  hættir starfsemi. Myndir / HKr.
Uppboðshúsið Köbenhagen Fur í Danmörku hefur öðlast sess sem virtasta uppboðshús í skinnaiðnaði í heiminum. Þar hefur safnast upp mikil þekking og fagmennska í gegnum tíðina og ljóst að það mun hafa veruleg áhrif á skinnaiðnaðinn ef það hættir starfsemi. Myndir / HKr.
Mynd / HKr
Fréttir 19. nóvember 2020

Óvissa um framtíð loðdýraeldis í Danmörku og uppboðshússins Köbenhagen fur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mikil óvissa ríkir um áframhald loðdýraeldis í Danmörku og núverandi eigendur uppboðs­hússins Köbenhagen fur hafa lýst því yfir að þeir munu hætta starfsemi í lok ársins 2023. Hvað tekur þá við veit enginn en einn af möguleikunum er að nýir eigendur eignist uppboðshúsið og reki það áfram en þá væntanlega á breyttum forsendum. Líklegt er að verð á skinnum muni hækka vegna minnkandi framboðs.

Einar Eðvald Einarsson, bóndi að Skörðugili og formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, segir erfitt að átta sig á ástandinu hvað varðar loðdýraeldi í Danmörku.

„Ferli stjórnvalda í Danmörku hvað varðar áframhaldandi loð­dýraeldi í landinu er búið að vera tóm vitleysa. Í fyrstu fyrirskipa stjórnvöld loðdýrabændum að lóga öllum minkum í landinu vegna hættu á að dýrin geti verið smitberar á stökkbreyttri gerð af COVID-19. Tilskipunin var gefin út á blaðamannafundi og bændum gefinn frestur til 16. nóvember til að aflífa dýrin og þeim sem gerðu það lofað 20 krónum dönskum í uppbót ofan á aðrar bætur sem áttu að fylgja niðurskurðinum. Á fundinum var loðdýrabændum hreinlega hótað að ef þeir færu ekki að þessum tilmælum um að slátra dýrunum fyrir 16. nóvember þá mundi hið opinbera skerast í leikinn og herinn jafnvel settur í verkið og að allar bætur mundu falla niður.“

Unnu dag og nótt

Einar segir að þetta hafi gert það að verkum að bændurnir unnu dag og nótt á vöktum og á fullum krafti meðan þeir höfðu þrek til við að lóga dýrunum.

„Það óraði engan fyrir því á þeim tímapunkti að ákvörðun stjórnvalda væri ólögleg. Þegar það kom í ljós voru menn komnir mislangt með að lóga dýrununum en það langt að það var ekki aftur snúið.

Mér vitandi er alveg óljóst hve mörg dýr eru eftir í dag en mörg hundruð bú standa orðið tóm. Einhverjir neita samt að pelsa lífdýrastofninn og eru það sérstaklega bændur sem eru á hreinu svæðunum þar sem enginn bú hafa fallið. Framhaldið er óljóst en það er samt ljóst að búið er að eyðileggja greinina sem þá atvinnugrein sem hún var. Hvað hægt verður að byggja upp, hvernig hvort og hvenær verður að koma í ljós en þeir bændur sem nú þegar eru búnir að lýsa því yfir að þeir byrji aftur gera ráð fyrir að taka dýr í lok árs 2022.
Köbenhagen Fur lokað

„Núverandi eigendur uppboðs­hússins Köbenhagen Fur, sem Íslendingar hafa verið í miklum viðskiptum við, hafa gefið út að þeir muni hætta rekstri á árinu 2023. Uppboð verða með venjulegum hætti 2021, 2022 og svo er stefnt að einu eða tveimur uppboðum 2023.

Hvað gerist þá veit enginn. Hugsanlega verður starfsemin seld og aðrir taka við rekstrinum og halda áfram að halda uppboð. Við vitum það ekki enn.“

Að sögn Einars er mjög slæmt fyrir Íslendinga að missa öll þau góðu sambönd sem tengjast meðal annars núverandi rekstri Köbenhagen Fur ásamt öllum þeim sem við höfum getað leitað til varðandi ráðgjöf og leiðbeiningar. Það er uppboðshús í Finnlandi sem við getum farið í viðskipti við en persónulega á ég von á að það verði áfram starfsemi í Kaupmannahöfn þrátt fyrri að núverandi eigendur hætti starfsemi.“

Skinnaverð mun hækka

„Varðandi stöðuna á markaði þá er allt sem bendir til þess að skinnaverð muni hækka umtalsvert á komandi sölutímabili og nú þegar er talað um að þau hafi hækkað verulega í viðskiptum manna á milli til dæmis í Kína. Framboðið á næsta sölutímabili verður líka mun minna en áætlað var þar sem um helmingur af því sem drepið er í Danmörku er urðað án þess að nýta pelsinn. Á árinu 2022 verður svo framboðið enn þá minna og ljóst að það verður lengi að stíga árin þar á eftir,“ sagði Einar.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...