Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Plöntugufubað í berjarækt
Mynd / NRK
Fréttir 1. október 2021

Plöntugufubað í berjarækt

Höfundur: nrk-ehg

Frumkvöðullinn og bóndinn Simen Myhrene í Noregi hefur gert samning við einn af stærstu berjaframleiðendum í heimi, Driscolls, með uppgötvun sinni á plöntugufubaði.

Gufubaðið er notað til að streyma vatnsgufu á berjaplöntur áður en þeim er plantað í jörð og þannig koma í veg fyrir sjúkdóma sem geta eyðilagt stóran hluta uppskerunnar.

Berjaframleiðandinn Driscolls í Bandaríkjunum kveikti á uppgötvuninni og hefur nú gert milljónasamning við frumkvöðulinn. Driscolls framleiðir ber fyrir um 450 milljarða króna árlega. Áður hefur fyrirtækið meðhöndlað plöntur með heitu vatni til að koma í veg fyrir sjúkdóma en með þeirri aðferð er hætta á að dreifa bakteríum. Nú þegar hafa verið gerðar tilraunir með hindberjaplöntur sem hafa gefið góða raun.

Upp úr 1980 fékk faðir Simen, Ole Myhrene, þessa hugmynd að nota vatnsgufu til að koma í veg fyrir sveppi og sjúkdóma.

Hann notaði aðferðina fyrst á potta sem plönturnar voru settar í og sá fljótt að það virkaði vel. Þaðan kom hugmyndin að nota þetta á berjaplöntur í ræktun á sveitabænum. Þau vantaði þó samstarfsaðila og náðu samvinnu við rannsóknarteymi í Ås í Noregi, síðar kom háskóli í Flórída einnig inn í myndina.

Nú eru feðgarnir hæstánægðir með að uppgötvun þeirra og tækni komi fleirum til góða til að ná enn betri berjauppskeru en áður.

Simen Myrhrene, frumkvöðull og bóndi, fær nóg að gera í framtíðinni. Mynd / NRK

Skylt efni: Jarðarber | berjaræktun

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...