Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Handhafar Icelandic Lamb Award of Excellence árið 2017 voru Hélène Magnússon fyrir Prjónakerlingu, Sigurður Már Helgason fyrir gærukollinn Fuzzy, Fræðasetur um forystufé og hönnunarmerkið WETLAND.
Handhafar Icelandic Lamb Award of Excellence árið 2017 voru Hélène Magnússon fyrir Prjónakerlingu, Sigurður Már Helgason fyrir gærukollinn Fuzzy, Fræðasetur um forystufé og hönnunarmerkið WETLAND.
Mynd / Geirix
Fréttir 14. desember 2017

Prjónakerling, gærukollur, Fræðasetur um forystufé og Wetland hlutu verðlaun

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, afhenti þriðjudaginn 12. desember viðurkenninguna Icelandic Lamb Award of Excellence 2017. Eru verðlaunin til þeirra sem hafa skarað fram úr í í handverki og hönnun úr sauðfjárafurðum.
 
Við athöfn í listamiðstöðinni Mengi í Reykjavík hlutu fjórir viðurkenningar, en þeir eru:
  • Hélène Magnússon fyrir Prjónakerlingu. 
  • Sigurður Már Helgason fyrir gærukollinn Fuzzy. 
  • Fræðasetur um forystufé.
  • Hönnunarmerkið WETLAND.
Viðurkenningin er veitt af markaðsstofunni Icelandic lamb og er þetta í fyrsta sinn sem þessi viðurkenning er veitt fyrir handverk og hönnun úr íslenskum sauðfjárafurðum, en fyrr á þessu ári voru veittar sambærilegar viðurkenningar til veitingastaða. Framvegis verður þetta árviss viðburður.
 
Markmið að auka skilning á gæðum hráefnisins
 
Í tilkynningu frá Iclandic lamb kemur fram að meginmarkmið viðurkenningarinnar sé að auka skilning og þekkingu á gæðum hráefnisins, vekja almenna athygli á möguleikum þess í hönnun og vinnslu undir merkjum Icelandic Lamb. Einnig að veita samstarfsaðilum verðlaun fyrir vel unnin störf. 
 
Markaðsstofan Icelandic Lamb er í samstarfi með um 150 innlendum aðilum; veitingastöðum, verslunum, framleiðendum, afurðastöðvum, listamönnum og hönnuðum. 
 
„Samstarfið er mjög mikilvægt til að auka verðmætasköpun úr íslenskum sauðfjárafurðum. Þeim er veitt viðurkenning er þykja hafa skarað fram úr. Þetta er hugsað sem hvatning til frekari verðmætasköpunar, nýsköpunar og vöruþróunar á íslenskum sauðfjárafurðum. 
 
Fimm manna dómnefnd valdi handhafa viðurkenninganna að þessu sinni. Í henni sátu Emma Eyþórsdóttir, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands, Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar, Rúna Thors, fagstjóri vöruhönnunar við Listaháskóla Íslands, Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic lamb, og Ninja Ómarsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandic lamb,“ segir í tilkynningunni. 
 
Helstu verkefni Icelandic lamb snúa að markaðssetningu til erlendra ferðamanna á Íslandi og inn á sérvalda markaði í útlöndum. Þetta er meðal annars gert með öflugri verðlaunaherferð á samfélagsmiðlum og samstarfi við um 150 aðila í veitingarekstri, verslun, hönnun og fleiru. Tilgangurinn er að stuðla að því að íslenskum sauðfjárafurðum sé skapaður veglegur sess með sérstöku merki til að auðkenna íslenskar sauðfjárafurðir með tilvísun til uppruna, gæða, hreinleika og sérstöðu. 
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...