Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ræktunarjarðvegur eyðist hraðar en hann myndast
Fréttir 2. júlí 2019

Ræktunarjarðvegur eyðist hraðar en hann myndast

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gróft ætlað vaxa um 95% af nytjajurtum heims í efsta jarð­vegslagi jarðarinnar, mold­inni, og það gerir moldina að undirstöðu matvælaframleiðslu í heiminum. Talið er að vegna uppblásturs hafi um helmingur ræktunarjarðvegs heimsins tapast á síðustu 150 árum.

Helsta ástæða uppblástursins er sögð vera hefðbundinn landbúnaður þar sem stunduð er nauðræktun og þar sem land er mikið plægt og moldin skilin eftir ber og óvarin fyrir veðri og vindi. Í Bandaríkjunum einum er sagt að góður ræktunarjarðvegur hverfi tíu sinnum hraðar en hann myndast.

Að sögn fræðinga hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna tekur um eitt þúsund ár fyrir þrjá sentímetra af góðum yfirborðsjarðvegi að myndast við góðar aðstæður. Sérfræðingar við sömu stofnun segja einnig að flest bendi til að efsta jarðvegslagið í heiminum, moldin, verði að mestu horfin eftir hálfa öld eða svo.

Samhliða skorti á ræktarlandi og minni matvælaframleiðslu mun jarðvegstap leiða til minni vatnsleiðni, aukinnar losunar koltvísýrings, hlýnunar jarðar og næringarminni afurða. 

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...