Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ræktunarjarðvegur eyðist hraðar en hann myndast
Fréttir 2. júlí 2019

Ræktunarjarðvegur eyðist hraðar en hann myndast

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gróft ætlað vaxa um 95% af nytjajurtum heims í efsta jarð­vegslagi jarðarinnar, mold­inni, og það gerir moldina að undirstöðu matvælaframleiðslu í heiminum. Talið er að vegna uppblásturs hafi um helmingur ræktunarjarðvegs heimsins tapast á síðustu 150 árum.

Helsta ástæða uppblástursins er sögð vera hefðbundinn landbúnaður þar sem stunduð er nauðræktun og þar sem land er mikið plægt og moldin skilin eftir ber og óvarin fyrir veðri og vindi. Í Bandaríkjunum einum er sagt að góður ræktunarjarðvegur hverfi tíu sinnum hraðar en hann myndast.

Að sögn fræðinga hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna tekur um eitt þúsund ár fyrir þrjá sentímetra af góðum yfirborðsjarðvegi að myndast við góðar aðstæður. Sérfræðingar við sömu stofnun segja einnig að flest bendi til að efsta jarðvegslagið í heiminum, moldin, verði að mestu horfin eftir hálfa öld eða svo.

Samhliða skorti á ræktarlandi og minni matvælaframleiðslu mun jarðvegstap leiða til minni vatnsleiðni, aukinnar losunar koltvísýrings, hlýnunar jarðar og næringarminni afurða. 

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...